Borgin - 01.01.1933, Side 13
bóginn og settnst að i Brasilin.
Má segja, að þeir hafi strax
gleymst nema einstöku ættingj-
um, er þeir áttu brjefaskifti vif).
Saga þeirra er þó vel þess
ver'ð, að lienni sje gaumur gef-
inn, og er ætlun mín með þess-
um línum að tína til það helsta,
sem jeg hefi orðið visari um
líf þeirra og starf J>ar syðra.
Styð jeg j)á frásögn mina aðal-
lega við brjef nokkurra Brasi-
líufara, sem til eru á Lands-
bókasafninu,*) og önnur brjef,
sem hr. Sigurgeir bókavörður
Friðriksson liefur góðfúslega
ljeð mjer til afnota.
Vesturheimsferðirnar.
Fvrsti hvatamaður Brasilíu-
ferðanna var Iiinn landskunni
fræðimaður Einar Ásmundsson
í Nesi. Á árunum 185!)—60 voru
mikil harðindi hjer á landi og
stórkostlegur fjenaðarfellir af
völdum fjárkláða. Var þá al-
ment mikill kurr og óánægja í
mönnum, svo að margir voru
komnir á fremsta hlunn með
að flytja til Grænlands eða fara
þess á leit að þeir fengi að sctj-
ist að á óræktarheiðunum í Jót-
landi, eins og komið liafði til
mála eftir Móðuharðindin
(1785). Þá reis Einar Ásmunds-
son upp og hreyfði því nýmæli,
að heppilegra væri fyrir lands-
menn að flytja til Vesturheims,
þar sem ólíkt lietri skilyrði
væru til að bjarga sjer lieldur
*) Lbs. 303 fol.
en á Jótlandi eða Grænlandi. í
þvi augnamiði að vekja áhuga
manna á jjessu máli sendi hann
frá sjer umburðarbrjef, dags.
4. febr. 1860, og bauð mönnum
í fjelagsskap lil þessa. Átti það
að líkindum að fara leynt í
fyrstu, en rilstjóri Norðra náði
í brjefið og birti ])að í blaði
sínu. Urðu þá nokkrar deilur
um málið og lögðust ýmsir fast
á móti Einari fyrir að bvetja
menn til að flytja af landi burt.
Skipaði Pjetur amtmaður Hav-
tcen jafnvel rannsókn á öllum
tildrögum málsins og ætlaði
með þvi að kúga Einar til þess
íð hætta við fyrirætlun sína.
En ])að tókst ekki. Og vetur-
inn 1859—60 hjelt Einar ræðu
á sveitarfundi i Höfðahverfi,
hreyfði þar útflulningsmálinu
og fjekk allgóðar undirtektir,
enda var þá bágt útlit hjá mörg-
um eftir harðindin. Var „út-
flutningaf jelag“ stofnað vetur-
inn 1862—’3(?), lög ])ess prent-
uð, og tillag fjelagsmanna á-
kveðið 2 spesíur. Einar liafði
þegar valið Brasilíu sein það
land, er hcppilegast væri fyrir
menn hjeðan að flytjast til, og
fyrir fje það, sem inn safnaðist,
keypti hann erlendar ferðabæk-
ur og rit um það land, og þýsk
útflutningstiðindi. Bæði liann,
sem var annálaður tungumála-
garpur*), og Jakob Hálfdánar-
*) kunni ensku, þýsku, frönsku
og eitthvað i spænsku og portu-
11