Borgin - 01.01.1933, Side 39

Borgin - 01.01.1933, Side 39
ÁRNI: Tvöföld fvrirsögn--------og svo: Undanfarna daga hefur það valdið óróa á kjötmarkaöinum, aö lilutafjelag, sem skráö er undir nafninu „Andri“ með heimilisfang á Norðfirði, hefur keypt upp fyrra árs birgðir af kælikjöti til útflutnings af hlutaf jelögunum „Suðra“ og S. Sverrisson & Co. og sent á markaðinn i heilum skips- förmum i umboðssölu. Á þesum tima árs er eftirspurnin eftir kjöti i daufasta lagi og hefir hið óvænta framboð því skapað glundroða á Hamborgar-markaðinum, sem hlýtur að hafa alvarlegar afleiðing- ar i för með sjer fyrir kjötframleiðendur hjer sunnanlands, sem töldu sig eiga vísan Hamhorgar-markaðinn i haust. Yar almennt reiknað með venjulegum markaði fvrir austurlandskjötið, birgðir h/f Suðra, Sverrison & Cos og annara, í haust i Ríga, en sá mark- aður mun nú vfirfyltur af Nýja-Sjálandskjöti. — Náð þvi ? ANNIE:--------Nýja-Sjálands-kjöti. Punktur. ,Tá. ÁRNI: Nú kemur það. Fyrirspurnnm ..Daghlaðsins” hjá nefnd- um hlutafjelögum hefur ekki verið svarað, en á annan hátt hefir fengist vissa Hæir þvi, að innhorgað hlutafje fjelagsins ,.Andra“ er að mestu greitt i hlutabrjefum fjelaganna „Suðra“ og S. Sverrisson & Co. eftir gengi 73 og 79 söludaginn. Síðan eru hlutabrjefin fallin og framhoð vaxandi á 11 og 12. Á bak við þessa færslu hlutafjárins stendur Sigurður Sverrisson kaupmaður og er hann talinn fram- kvæmdarstjóri nýja hlutafjelagsins „Andri“, en aðaleigandi hluta- fjelaganna „Suðri“ og S. Sverrisson & Co. Er óhætt ð telja, að hjer sje alvarlegt fjármálabrask á ferðinni og vafalaust i þeim tilgangi að bjarga tveimur hættkomnum fjelögum frá hráðu gjaldþroti eða öllu heldur eigandanum. Með E/s Stórifoss fór enn einn farmur- inn af þessu kælikjöti á markaðinn í Hamhorg. — ANNIE: Að þjer skuluð þora að segja þetta. ÁRNI: Ef Sigurður Sverrisson er sekur um fjársvik, fer hann i steininn — annars jeg. ANNIE: Ef þetta skyldi nú ekki vera rjett------? ÁRNI: Það er rjett. ANNIE: Jeg skil bara ekki hvernig þjer farið að vita alt þelta. ÁRNI: Venjuleg undirskrift. ANNIE (heggur hana á vjelina): Hana. ÁRNI (um leið og hann snýr sjer frá henni): Góður blaðamað- ur þekkir ótal leiðir til að fá að vita það sem hann þarf. ANNIE (stendur upp): Jeg sagði ekki, að þjer væruð góður blaðamaður. ÁRNI (eins og hann leiti að einhverju á fremra borðinu, blátt

x

Borgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.