Borgin - 01.01.1933, Qupperneq 42
sem jeg álit ekki nauðsynlegt að skýra yður frá að svo stöddu -—
vil jeg ekki að mín sje getið i blaðinu á morgun.
ÁRNI: Já — rjett — og þær sjerstöku ástæður---------
ANNIE (fljótt inn, sjer Sig.) : Fyrirgefið, jeg hjelt þjer væruð
einn. (Rjettir Árna farþegalistann).
ÁRNI (tekur við): Takk. Greinin, sem þjer voruð að skrifa áð-
an, hvar er hún?
ANNIE (að ritvjelarborði, tekur greinina úr vjelinni): Hún er
hjerna. (Að fremra borði á milli Árna og Sigurðar, sjer nafnspjald-
ið, sem liggur á borðinu, litur snöggt á Sigurð).
ÁRNI (rennir augunum yfir greinina): Hvenær sagðist ritstjór-
inn koma?
ANNIE: Kl. hálf tólf.
ÁRNI: Hún er yfir hálf tólf. — Þjer farið ekki strax, frk. Annie,
— jeg þarf að tala við yður áður en jeg fer. (Annie að ritvjelar-
borði). (Við Sig.). Farþegalistinn — gerið þjer svo vel. (Rjettir hon-
um próförkina).
SIG. (tekur við): Takk. (Les).
ÁRNI (við Annie): Jeg ætla biðja j'ður að skreppa upp i her-
bergið mitt, setja litlu ferðaritvjelina mína niður, pappír og það
nauðsynlegasta i ferðatöskuna og koma með það hingað. (Annie
fer út).
SIG.: Jeg sje, að þjer eruð meðal farþeganna.
ÁRNI: Jeg skrepp til Vestmanneyja. — Smátúr.
SIG.: Hm. Og þjer hafið væntanlega ekkert við það að athuga,
þó ekki sje getið um þenna smátúr minn?
ÁRNI: Jeg hefi ekkert við það að athuga. (Fær sjer nýja cigarettu.
Sest aftur). Það hljóta að vera alveg sjerstakar ástæður f^TÍr því,
að þessi dagbókarfregn má ekki birtast i blaðinu á morgun?
SIG.: Já, eins og jeg sagði yður áðan — það er alveg sjerstök á-
stæða fyrir því — konan min hefur verið mjög veik undanfar-
ið — jeg hefi ekki mátt frá henni vikja — læknar telja, að það
myndi hafa skaðleg áhrif á hana, ef hún fengi að vita að jeg væri
farinn af landi burt.
ÁRNI: Og hún les Dagblaðið svona fárveik ?
SIG.: Það, sem kemur i blöðunum, fer víða — einhver kann að
segja henni það — og mjer þykir ástæðulaust að vekja hjá henni
óþarfa kvíða min vegna — þegar svona stendur á — (Stendur
upp). Jæja, jeg má víst ekki tefja lengur — skipið á förum —
(rjettir fram hendina). Jeg þakka yður fyrir -—
40