Borgin - 01.01.1933, Síða 46
ÁRNI: Hm. Já. Enginn vísbending í neina átt?
Rit.: Jú. Erindreki stjórnarinnar — ef til vill fjármálaráðherr-
ann sjálfur er meSal farþeganna á Stórafossi!
ÁRNI: Hans er ekki getið á listanum, sem kom frá afgreiðslunni.
RIT.: Nei, hann er ekki á farþegaskrá.
ÁRNI: A— ha.
RIT.: Tveir svefnklefar eru ætlaðir honum og förunaut lians —
mjer var sagt, að klefarnir væru ætlaðir sjúkling og hjúkrunar-
konn. Engin nöfn látin uppi. — öllum óviðkomandi var bannaður
aðgangur út í skipið í kveld.
ÁRNI (skrifar hjá sjer): Svefnklefar, númer?
RIT.: Fimtán og seytján.
ÁRNI: Hvar hefi jeg svefnklefa?
RIT.: Tultugu og eitt. — Sama gangi.
ÁRNI (skrifar) : Tuttugu og eitt. Ágætt. (Dettur í hug). Er auð-
ur svefnklefi við hliðina?
RIT.: Það eru fáir farþegar með skipinu. Hversvegna spyrjið þjer?
ÁRNI: Mjer datt í hug — — aðferðin, sjáið þjer.
RIT.: Mig varðar elckert um hana.
ÁRNI: Hvernig á jeg að komast inn til mannsins, ef hann víkur
ekki úr klefanum alla leiðina? Og þó jeg komist inn — jeg fæ í
hæsta lagi að sjá framan i liann og þar með búið.
RIT.: Reiknið þjer með mannlegum breyskleika, (lyftir öxlum)
— kvenfólk ef ekki vill betur til — — en þjer um það. Ef jeg
treysti yður ekki til að komast að sannleikanum um þessa lántöku,
þá liefði jeg sent einhvern annan. -— Það er mikið í húfi, Árni Helga-
son, — ef til vill framtíð þessa lands. Jeg hefi ástæðu til að lialda
að stórveldi sje fúst til að lána upphæðina gegn voðalegum skilyrð-
um. Island á sjálfstæði. Landið átti sjálfstæði. Sturlungar ljeku
sjer að því. Blindir ofstopamenn nútimans hafa leikið sjer að þvi.
Hvað eftir annað hefir sjálfstæði landsins verið i hættu. Við höf-
um orðið að sigla milli skers og boða í stöðugri baráttu við ágang
erlendra þjóða. Á ófriðartímum hafa hjer verið settir konsúlar og
sendiherrar með ótakmörkuðu valdi. Sambandslögin, sællar minn-
ingar, heimiluðu Dönum „einstæðann“ sendiherra hjer á landi,
þau heimiluðu „Dönsk-íslensku nefndina“, og enn eimir eftir af
þessu í milliríkjasamningum oklcar við Dani og aðrar þjóðir. Við
erum smáir, þó hjer hafi orðið miklar breytingar á seinni árum.
ÁRNI (hefur skrifað niður hjá sjer meðan rit. talar, lokar bók-
inni): Er nokkur fótur fyrir þvi, að hjer verði settur erlendur eftir-
litsmaður með tekjum ríkisins og daglegum rekstri?
44