Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Side 98

Frjáls verslun - 01.10.2001, Side 98
Agnar Kofoed-Hansen rekstrarverkfræðingur er framkvæmdastjóri Midt Factoring á Islandi A/S. Mynd: Geir Olafsson Kofoed-Hansen, MF Agnar Midt Factoring á Islandi hf., MF, var stofnað á síðasta ári af Midt Factoring A/S í Danmörku, sem einnig er stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar þar í landi. Hér á landi býður MF sömu þjónustu og boðin er af móðurfyrirtækinu í Dan- mörku. Þjónustan er víðtæk og felur m.a. í sér mat á láns- hæfi skuldara og áhættu- flokkun þeirra, ijármögnun viðskiptakrafna, greiðslu- tryggingar skuldara, færslur og afstemmingar viðskipta- manna auk umsýslu og inn- heimtu viðskiptakrafna. Markmið Midt Factoring á Islandi hf. er að bjóða við- skiptavinum sínum hag- kvæmar lausnir í viðskiptum og stuðla þannig að auknum hagnaði og vexti þeirra. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins er Agnar Kofoed- Hansen. „Hugmyndin að út- rás fyrirtækisins hingað til lands á rætur sínar að rekja til þess að ég og samstarfsfé- lagi minn, Sveinn Reynisson, höfðum verið að kanna möguleika á því á koma á fót fyrirtæki sem byði upp á fjár- mögnun og innheimtuþjón- ustu. Við höfðum orðið þess áskynja að veruleg þörf var fyrir slíka þjónustu hér á landi enda var þegar hafmn mikill vöxtur hjá „factoring" fyrirtækjum í Evrópu. Eg hafði síðan samband við Carl Aage Nielsen, forstjóra Midt Factoring A/S, seint á árinu 1999 en hann er jafnframt stærsti eigandi félagsins. Fyrirtækið Midt Factoring á íslandi hf. er síðan stofnað árið eftir og starfsemin hefst formlega í nóvember 2000 og höfum við verið að vinna að því að koma fýrirtækinu á legg,“ segir Agnar. Midt Factoring er braut- ryðjandi á Islandi enda segir Agnar að markaðurinn hafi tekið fyrirtækinu afar vel. Fyrirtækið sé að bjóða þjón- ustu, sem ekki hafi verið í boði hér á landi áður. „Með því að skipta við okkur eru fyrirtæki ekki lengur háð lánshámörkum í bönkunum og bankarnir geta minnkað sína útlánaáhættu án þess að missa viðskiptavini. Við reynum að vinna á jákvæðan hátt með þeim sem eru á svipuðu markaðssvæði og erum þegar í samstarfi við Sparisjóð Reykjavíkur og ná- grennis, Islandsbanka hf. og innheimtufyrirtækið AM Kredit ehf. auk þess sem við eigum í viðræðum við fleiri aðila á markaðinum," segir hann. Agnar bendir á að stjórn- endur fyrirtækja beini í auknum mæli sjónum sínum að „því sem skiptir mestu fyrir hag fyrirtækisins. Þannig er stefnt að því að láta kjarnastarfsemina vaxa en finna utanaðkomandi að- ila til að sinna öðrum störf- um, þ.e. „outsource" eða vista. Með þessu móti er verið að minnka áhættu í vexti og samdrætti en um leið stuðla að traustum íjár- hag. Þessi hugsun í upp- byggingu fyrirtækja hefur verið mjög að ryðja sér til rúms undanfarin ár og hefur m.a. leitt til þess að Midt Factoring A/S í Danmörku hefur stækkað hratt eða um 30 prósent að meðaltali und- anfarin fimm ár. Midt Factor- ing hefur einnig þá sérstöðu að vera eina fyrirtækið í Dan- mörku sem er óháð banka eða tryggingafélagi og hefur einnig þess vegna átt auð- veldara með að vinna mark- að,“ segir hann. „Með því að láta Midt Factoring annast stjórnun lánsviðskipta, vöktun skuld- ara, umsýslu með skuldara- bókhaldinu, afstemmingar og móttöku kvartana auk inn- heimtu er verið að minnka fastan kostnað við yfirstjórn og gera stjórnendum fyrir- tækja kleift að sinna betur sínum viðskiptavinum með jákvæðum samskiptum og aukinni sölu. Midt Factoring aðstoðar fyrirtæki við að finna góða viðskiptavini og tryggja þannig vaxandi hag fyrirtækjanna inn í framtíð- ina,“ segir Agnar. Agnar Kofoed-Hansen er rekstrarverkfræðingur að mennt frá Danmarks Tekniske Universitet, með framhaldsnám í ijármálum og markaðsfræðum frá M.I.T. í Massachusettes í Bandaríkj- unum. Hann hefur einnig réttindi verðbréfamiðlara og hefur unnið sem slíkur hjá Kaupþingi hf. en þar áður hjá Iðnaðarbanka íslands hf. Hann hefur starfað við grein- ingu á lánshæfi fyrirtækja um tíu ára skeið, bæði sem ráð- gjafi og sem forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Verslun- arráðs Islands og sem for- stöðumaður Upplýsingaþjón- ustunnar ehf., sem síðan var sameinuð Lánstrausti hf. - Hefur maður tíma fyrir annað en starfið þegar maður er að hrinda svona fyrirtæki úr vör? „Það fer því miður litið fyrir því. Maður reynir að sinna ijöl- skyldunni en svo sitja önnur áhugamál oft á hakanum. Eg byrjaði þó snemma á ýmsum áhugamálum, t.d. skot- veiðum, skíðamennsku og stangveiði. En seinna meir hef ég einnig bjnjað á golfi og bad- minton en mér finnst reyndar allt sport skemmtilegt," segir hann og telur það skyldu að fara a.m.k. einu sinni á ári á rjúpu og renna fyrir silung eða lax. Að öðru leyti fari mikill tími í fyrirtækið.SH 98

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.