Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Síða 98

Frjáls verslun - 01.10.2001, Síða 98
Agnar Kofoed-Hansen rekstrarverkfræðingur er framkvæmdastjóri Midt Factoring á Islandi A/S. Mynd: Geir Olafsson Kofoed-Hansen, MF Agnar Midt Factoring á Islandi hf., MF, var stofnað á síðasta ári af Midt Factoring A/S í Danmörku, sem einnig er stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar þar í landi. Hér á landi býður MF sömu þjónustu og boðin er af móðurfyrirtækinu í Dan- mörku. Þjónustan er víðtæk og felur m.a. í sér mat á láns- hæfi skuldara og áhættu- flokkun þeirra, ijármögnun viðskiptakrafna, greiðslu- tryggingar skuldara, færslur og afstemmingar viðskipta- manna auk umsýslu og inn- heimtu viðskiptakrafna. Markmið Midt Factoring á Islandi hf. er að bjóða við- skiptavinum sínum hag- kvæmar lausnir í viðskiptum og stuðla þannig að auknum hagnaði og vexti þeirra. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins er Agnar Kofoed- Hansen. „Hugmyndin að út- rás fyrirtækisins hingað til lands á rætur sínar að rekja til þess að ég og samstarfsfé- lagi minn, Sveinn Reynisson, höfðum verið að kanna möguleika á því á koma á fót fyrirtæki sem byði upp á fjár- mögnun og innheimtuþjón- ustu. Við höfðum orðið þess áskynja að veruleg þörf var fyrir slíka þjónustu hér á landi enda var þegar hafmn mikill vöxtur hjá „factoring" fyrirtækjum í Evrópu. Eg hafði síðan samband við Carl Aage Nielsen, forstjóra Midt Factoring A/S, seint á árinu 1999 en hann er jafnframt stærsti eigandi félagsins. Fyrirtækið Midt Factoring á íslandi hf. er síðan stofnað árið eftir og starfsemin hefst formlega í nóvember 2000 og höfum við verið að vinna að því að koma fýrirtækinu á legg,“ segir Agnar. Midt Factoring er braut- ryðjandi á Islandi enda segir Agnar að markaðurinn hafi tekið fyrirtækinu afar vel. Fyrirtækið sé að bjóða þjón- ustu, sem ekki hafi verið í boði hér á landi áður. „Með því að skipta við okkur eru fyrirtæki ekki lengur háð lánshámörkum í bönkunum og bankarnir geta minnkað sína útlánaáhættu án þess að missa viðskiptavini. Við reynum að vinna á jákvæðan hátt með þeim sem eru á svipuðu markaðssvæði og erum þegar í samstarfi við Sparisjóð Reykjavíkur og ná- grennis, Islandsbanka hf. og innheimtufyrirtækið AM Kredit ehf. auk þess sem við eigum í viðræðum við fleiri aðila á markaðinum," segir hann. Agnar bendir á að stjórn- endur fyrirtækja beini í auknum mæli sjónum sínum að „því sem skiptir mestu fyrir hag fyrirtækisins. Þannig er stefnt að því að láta kjarnastarfsemina vaxa en finna utanaðkomandi að- ila til að sinna öðrum störf- um, þ.e. „outsource" eða vista. Með þessu móti er verið að minnka áhættu í vexti og samdrætti en um leið stuðla að traustum íjár- hag. Þessi hugsun í upp- byggingu fyrirtækja hefur verið mjög að ryðja sér til rúms undanfarin ár og hefur m.a. leitt til þess að Midt Factoring A/S í Danmörku hefur stækkað hratt eða um 30 prósent að meðaltali und- anfarin fimm ár. Midt Factor- ing hefur einnig þá sérstöðu að vera eina fyrirtækið í Dan- mörku sem er óháð banka eða tryggingafélagi og hefur einnig þess vegna átt auð- veldara með að vinna mark- að,“ segir hann. „Með því að láta Midt Factoring annast stjórnun lánsviðskipta, vöktun skuld- ara, umsýslu með skuldara- bókhaldinu, afstemmingar og móttöku kvartana auk inn- heimtu er verið að minnka fastan kostnað við yfirstjórn og gera stjórnendum fyrir- tækja kleift að sinna betur sínum viðskiptavinum með jákvæðum samskiptum og aukinni sölu. Midt Factoring aðstoðar fyrirtæki við að finna góða viðskiptavini og tryggja þannig vaxandi hag fyrirtækjanna inn í framtíð- ina,“ segir Agnar. Agnar Kofoed-Hansen er rekstrarverkfræðingur að mennt frá Danmarks Tekniske Universitet, með framhaldsnám í ijármálum og markaðsfræðum frá M.I.T. í Massachusettes í Bandaríkj- unum. Hann hefur einnig réttindi verðbréfamiðlara og hefur unnið sem slíkur hjá Kaupþingi hf. en þar áður hjá Iðnaðarbanka íslands hf. Hann hefur starfað við grein- ingu á lánshæfi fyrirtækja um tíu ára skeið, bæði sem ráð- gjafi og sem forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Verslun- arráðs Islands og sem for- stöðumaður Upplýsingaþjón- ustunnar ehf., sem síðan var sameinuð Lánstrausti hf. - Hefur maður tíma fyrir annað en starfið þegar maður er að hrinda svona fyrirtæki úr vör? „Það fer því miður litið fyrir því. Maður reynir að sinna ijöl- skyldunni en svo sitja önnur áhugamál oft á hakanum. Eg byrjaði þó snemma á ýmsum áhugamálum, t.d. skot- veiðum, skíðamennsku og stangveiði. En seinna meir hef ég einnig bjnjað á golfi og bad- minton en mér finnst reyndar allt sport skemmtilegt," segir hann og telur það skyldu að fara a.m.k. einu sinni á ári á rjúpu og renna fyrir silung eða lax. Að öðru leyti fari mikill tími í fyrirtækið.SH 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.