Ármann - 01.11.1937, Page 19
Á R M A N N
13
Sundíþróttin.
Fram til ársins 1927 hafÖi Ármann cnga skiim-
lagÖa sundkenslu. AÖ visu átt'i félagið nokkra góða
sundmenn, eftir því sem þá gerðist, en sundið var
yfirleitt ekki í hávegum haft meðal íþróttafélaga
í hænum og var venjan sú, að sundmenn voru kall-
aðir saman rétt fyrir allsherjarmót, til þess að veita
félagi sínu aukinn stigafjölda á mótinu, en annars
var ekkert um þá hugsað. Um framför var þvi varla
að ræða. Flestir syntu bringusund og voru venju-
lega á lengri vegalengdunum fljótari á ]>ví en skrið-
sundi, sem þá ekki þótti heppilegt á lengri vega-
lengdir en 50 m. sprett. Þó voru nokkrir, sem syntu
yfirhandarsund og hliðsund, sem þóttu góð til ár-
angurs.
Það er fyrst árið 1927, að nokkrir áhugasamir
sundmenn fara að vinna að undirbúningi skijmlegs
sundflokks innan Ármanns, og var það Guðmundur
Kr. Guðmundsson, fyrv. glimukappi, sem var braut-
ryðjandi þess. Smalaði hann saman öllum þeim Ár-
menningum, sem þá sturiduðu sundlaugar og liélt
með þeim fund, en fundargerÖ frá þeim fundi er
ódagsett, og því miður ekki hægt aÖ sjá hvaða mán-
aðardag það hefir veri'Ö, en hinn 1. dagsetti fundur
var haldinn i húsi S. í. S. 29. apríl 1927 og var þá
sundflokkur Ármanns stofnaður og skipulagður.
Kosinri var formaður Guðmundur Kr. Guðmunds-
son og ritari Sigurður Jóusson, auk þess 5 flokks-
stjórar. Kennarar voru ráðnir Jón og Ólafur Páls-
synir. Um 40 félagsmenn voru þegar skráðir í flokk-
inn og hófust æfingar þegar af krafti: í sundlaug-
unum, i sjó, og nokkrar ferðir voru farnar að Ála-
fossi um vorið.
Kom ])að brátt í ljós, að Guðmundur Kr. Guð-
mundsson hafÖi ekki ástæður til að fylgjast með
æfingum flokksins og varð þvi miður að segja af
sér stjórnarstörfum og fela þau öðrum: Þórarni
Magnússyni.
Um sama leyti gengust þeir bræður, Jóu og Ól-
afur Pálsson, ásamt Eiríki Magnússyni bókbindara.
fyrir stofnun Sundfélagsins Ægir. Með stofnun
þessara tveggja félaga er myndað nýtt tímabil í
sögu sundíþróttarinnar. Frá þeim tima hefir sund-
íþróttin farið hröðum skrefum upp á við hér í höf-
uðstaðnum og l>reiÖst út um byggðir landsins.
Þegar starfsemi félaganna hófst, var aðstaÖa við
sundæíingar mjög slæm, bæði í sundlaugunum og
við sjóinn. En með hverju árinu vaknaði áhugi og
þekking manna fyrir menningargildi og nauðsyn
sundíþróttarinnar, fyrir stö'Öuga framför sundfólks-
ins, sem þrátt fyrir hin slæmu skilyrði hefir lagt
Sundflokkur Ármanns, sem kej)pti á sundmeistaramótinu í síðastliðnum október.