Ármann - 01.11.1937, Side 23

Ármann - 01.11.1937, Side 23
Á R M A N N legur að þessu sinni. Sýningin fór fram i geysi- stórum sal og var þar allmargt áhorfenda, sem létu mikla hrifningu í ljós. I Hannover skoðuðum við' m. a. Giinther Wagner verksmiðjuna, sem fram- leiðir Pelikan-blekið. Nú var haldið til smábæjar, sem Baden Oeyenhausen heitir. í þeim bæ er mikið af heilsubrunnum og sækja sjúklingar þangað unn- vörpum til að fá bætur meina sinna. Sýning okkar var þar ágætlega sótt og mjög vel tekið. Nú fara áfangarnir að gerast stuttir. Þvi klukku- tima eftir að við förum írá Baden Oeyenhausen erum við komnir til Bielefeld. Þar dvöldum við í 3 daga og héldum 2 sýningar, sem báðar voru mjög vel sóttar. Bielefeld, sem hefir ca. 90.000 íbúa, ligg- ur i mjög íögru umhverfi. Þar hittum við Þorstein Jósefsson rithöfund og 9 islenskar stúlkur. Voru allir ánægðir með þá samfundi, nema Þorsteinn, og hver skyldi lá honum það. Á leiðinni frá Bielefeld til Jena, sem var næsti sýningarstaður, komum við í Eisenach og skoðuðum þar hinn fornfræga kast- ala Wartburg. Þar var Lúther fangi i 10 mánuði. 1 Jena bjó íslándsvinurinn Eugen Diederich. Hafði hann látið draga islenska fánann við hún á húsi sinu, er hann frétti um komu okkar. Bauð hann okk- ur til tedrykkju á heimili sínu og sýndi okkur siðan hókaforlag sitt. í Jena er aðalsetur Zeiss verksmiðj- unnar og auðvitað skoðuðum við hana i krók og kring. Um helmingur hæjarbúa kvað lifa að ein- hverju leyti á verksmiðju þessari Meðal margs ann- ars, sem Jena hafði upp á að l)jóða var hnattsjá (Planetarium), þar sem menn innan fjögurra veggja gátu fylgst með gangi himintunglanna. Tvo íslenska stúdenta hittum við hér, Jón Auðuns (nú prestur) og Jens Jóhannesson (læknir). Áður en við skildum við Jena, tókum við lagið á aðaltorginu. Þykir það sjálfsagt að útlendir flokkar, sem þang- að koma, láti heyra til sín þar. Næst var haldið til Magdeburg, sem er allstór horg með um 300.000 íbúum. Um þetta leyti voru miklar íþróttasýningar í horginni og lenti sýning okkar þar inn i, sem einn hlekkur i stórri keðju. Hér fengum við hellirigningu, og var það i annað skifti frá þvi förin hófst, að dropi kom úr lofti, annars altaf sólskin og blíðviðri. Þann 2. október komum við til Leipzig, en þar gat ekkert orðið úr sýningu og héldum við því brátt þaðan til Dresden, sem er einhver fegursta horgin, sem við komum í. Við 1/ vorum svo heppnir, að um sama leyti og við vor- um í Dresden, gisti borgina einn af stærstu um- ferðacirkusum Evrópu og ennfremúr Don Kósakka- kórinn. Þótti okkur mjög mikið til hvorutveggja koma, en þó flestum meira til hins síðarnefnda. Þrátt fyrir það, að Dresdenbúar höfðu svona góð skemtiatriði i borginni, þá sóttu þeir sýningu okk- ar ágætlega. Eftir að hafa skoðað hinn fagra bæ lá leið okkar til Núrnberg. Þar höfðum við 2 sýn- ingar. í Núrnberg var þá stærsti íþróttaleikvangur Þýskalands og um leið sá fullkomnasti. Rúmaði hann 60.000 áhorfendur. Næst var haldið til Trier. Sú borg liggur á frjósömum stað við ána Mosel. Tri- eringar gerðu sýningu okkar mjög hátiðlega. Létu þeir karlakór syngja og lúðrasveit lögreglunnar þeyta lúðra sína á undan sýningunni, en að henni lokinni var okkur færður blómvöndur frá fimleikassambandi borgarinnar. Nú lögðum við lykkju á leið okkar og skrupp- um yfir landamærin, til Frakklands. Þar var þó engin sýning, heldur aðallega farið fyrir forvitnis- sakir. Ókum við nú í stórum bílum gegnum Lux- emburg og komum til Verdun eftir 6 klst. ferð. Dvöldum við þar all-lengi og skoðuðum þenna stað, sem varð svo frægur i heimsstyrjöldinni. Þó 11 ár væru liðin frá því að vopnahléð var samið, mátti þó sjá margar minjar uin þann hildarleik, sem þar hafði verið háður. Um kvöldið komum við aftur til Trier eftir einn allra viðburðarikasta dag ferð- arinnar. Næsti sýningarstaður var Bonn. Hún ligg- ur á einkarfögrum stað við ána Rín. Meðan við dvöldum í Bonn fórum við í nokkra klukkutíma siglingu upp eftir Rín, og var útsýnið á báða bóga heillandi fagurt. Frá Bonn var haldið til Cleve, sem er smábær nálægt landainærum Þýskalands og Hol- lands. Þar fóru fram 2 sýningar og var sú fyrri eingöngu fyrir skólafólk. I Cleve vorurn við aðeins 'i dag um kyrt og fórum þaðan til Múlheim, sem er verksmiðjubær í Ruhr-héraðinu. Þar eru Stin- nes-verksmiðjurnar alkunnu. Á sýningunni hér skeði það, að þegar þeir Sig. Thorarensen og Þorsteinn Kristjánsson háðu síðustu bændaglhnuna, þá brast leiksviðið undan fótum þeirra, en þeir komu báðir standandi niður, eins og íþróttamönnum sæmir, og sakaði hvergi. en áhorfendur urðu skelkaðir, þar til þeir höfðu gengið úr skugga um að báðir voru heilir. Þann 18. okt. var Múlheiin kvödd og sama 7

x

Ármann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.