Morgunn - 01.12.1968, Page 3
Jön AuÓuns, dómprófastur:
Sálarrannsóknafélag Islands
50 ára
Nokkrar minningar og óskir
☆
Ég held að frumherjar spíritismans á Islandi hafi litið svo
á, að hreyfingin hafi borizt til Islands árið 1905, þegar Einar
Hjörleifsson fékk í hendur hið mikla öndvegisrit F. H. Myers
um persónuleikann og framhaldslíf hans eftir dauða líkam-
ans. Þetta rit, sem enn er eitt af öndvegisritum um sálarrann-
sóknir og sálræn efni, kom út eftir andlát Myers í tveim mikl-
um bindum.
Raunar munu einhverjir Islendingar hafa haft kynni af
Þessum málum fyrr. Svo sagði mér dóttir Benedikts Grön-
^als eftir föður sinn, að frændi hans, Ólafur Gunnlaugsson
ritstjóri í París, hafi verið kunnugur þessum málum og haft
á þeim hinn mesta áhuga. En Ölafur Gunnlaugsson lifði og
starfaði fjarri fósturjörð sinni, lengst meðal frakkneskra
^aanna, og hafði því ekki áhrif á andlegt lif þjóðar sinnar
svo að nokkru næmi.
Eftir að Einar Hjörleifsson kynntist túlkun Myers á hin-
Urn nýju sálarrannsóknum og sönnunargildi þeirra fyrir
R’amhaidslífi persónuleikans, varð hann sér fljótlega úti um
°nnur rit merkustu sálarrannsóknamanna. Þær bækur lásu
fleiri, sem síðar urðu samherjar hans og frumherjar spírit-
ismans á Islandi.
Ei’ þar að sjálfsögðu að nefna séra Harald Níelsson öll-
Urn öðrum fremur.
Þó er ekki að vita, hvert framhaid hefði orðið á áhuga
Þeirra, ef fundum þeirra hefði ekki innan skamms borið
6