Morgunn - 01.12.1968, Side 4
82
MORGUNN
saman við Indriða Indriðason, sem virðist hafa verið gædd-
ur meiri miðilsgáfu en kunnugt er um nokkurn annan ís-
lenzkan mann. Innan skamms var orðinn allstór hópur
áhugamanna um málið. Þeir mynduðu með sér félag, er þeir
nefndu ,,Tilraunafélagið“. Það starfaði af miklum þrótti í
nokkur ár. En Indriði Indriðason andaðist úr berklum á
bezta aldri.
Næstu árin unnu þeir Einar Hjörleifsson og Haraldur
Níelsson af mesta áhuga og krafti að því, að kynna lands-
mönnum málið með fyrirlestrahaldi og ritstörfum. Andstað-
an var hörð, en árangur mikill af starfi þeirra. Þá varð það
málinu mjög til framdráttar, að Björn Jónsson ritstjóri og
ráðherra, opnaði blað sitt ,,Isafold“ fyrir fræðslu og umræð-
um um málið.
Árangurinn af starfi brautryðjendanna varð sá, að á
fjórða hundrað manns, flestir í Reykjavík og nágrenni
hennar, gerðust stofnendur að Sálarrannsóknafélagi Is-
lands. Stofnfundur þess var haldinn 18. desember 1918.
Nokkuð mun það hafa flýtt fyrir stofnun félagsins, að þá
hafði „spánska veikin“ geisað. Mikill harmur var í húsum
eftir hinn mikla manndauða og hugir manna spurulir um
afdrif þess mannfjölda, sem látizt hafði úr drepsóttinni.
Þegar félagið var stofnað, voru frumherjar þess þegar
orðnir sannfærðir um, að sum sálrænu fyrirbærin færðu
að því fullgild rök, að mannssálin lifði likamsdauðann. Þá
sannfæringu höfðu þeir sótt í rit hinna merkustu sálar-
rannsóknamanna. Og þeir höfðu öðlazt hana fyrir miðils-
gáfu Indriða Indriðasonar.
En félagið var engan veginn ætlað þeim einum, sem þeg-
ar áttu slíka sannfæringu. Það er m.a. ljóst af ræðu, sem
Ólafur Björnsson flutti á stofnfundinum. Ætlunin var sú,
að félagið yrði mlarranmóknafélcig en ekki spíritistafélag.
Félagið var öllum opið, sem vildu fræðast um málið, kynn-
ast rannsóknum merkustu manna á miðlafyrirbrigðunum
og þeim ályktunum, er þeir teldu að draga mætti af rann-
sóknunum.