Morgunn - 01.12.1968, Page 5
MORGUNN 83
Fyrsti forseti félagsins, Einar H. Kvaran lýsti framtíðar-
verkefnunum í ræðu á stofnfundinum og taldi upp þessi:
1. Að koma upp góðu bókasafni um rannsóknir á fyrir-
brigðunum.
2. Að styðja miðiisefni fjárhagslega.
3. Að ráða um lengri eða skemmri tíma þroskaða miðla
i þjónustu félagsins.
4. Að stofna til vísindalegra tilrauna.
b. Að gefa út á prenti árangur þeirra.
G. Að glæða með fyrhiestrum áhuga manna úti um land
á málefninu.
bessum verkefnum hefur félagiö reynt að sinna á liðnum
fimmtíu árum, en langmest hefur verið unnið að fræðslu-
starfi með fyrirlestrum og útgáfu bóka, og þó einkum með
ótgáfu tímaritsins Morguns, sem félagið hóf útgáfu á þeg-
nr á öðru starfsári sínu.
Af ástæðum, sem eru skiljanlegar, hefur langminnst ver-
Jð unnið að vísindalegum tilraunum. Til þeirra hefur félagið
1 í’auninni aldrei haft bolmagn. Hvorttveggja hefur skort,
hœfa menn og fjármagn. Því hefur verið lögð áherzla á það,
að kynna mönnum hér á landi vísindalegar rannsóknir, sem
t'eknar hafa verið erlendis af þeim mönnum, sem hæfastir
hafa talizt. Þó hafði séra Haraldur aðstöðu til þess, að taka
n°kkurn þátt í siíkum rannsóknum erlendis, en þeir báðir,
Einar H. Kvaran og séra Haraldur voru gagnkunnugir slík-
Urn rannsóknum erlendis.
Fundabækur S.R.F.l. gefa giögga hugmynd um, hvernig
Unnið hefur verið á liðnum fimmtíu árum, og einnig tíma-
ru félagsins, Morgunn. Hann hefur fært iesendum mikið af
efni því, sem á félagsfundunum hefur verið flutt, og kynnt
lnönnum aðra starfsemi félagsins.
^argsinnis hafa erlendir miðlar verið fengnir hingað til
ah kynna félagsmönnum og öðrum fyrirbrigðin, bæði hlut-