Morgunn - 01.12.1968, Page 11
MORGUNN
89
sinnar tegundar í heiminum, hefur aldrei haft fastráðna
miðla í þjónustu sinni nema stuttan tíma í senn. Spiritista-
félögin mörg hafa sömu miðla árum saman, en starfsemi
þeirra sumra hefur farið inn á vegi, sem frumherjar málsins
hér á landi vöruðu við frá byrjun og vildu forðast. Á þeim
árum, sem Hafsteinn Björnsson starfaði fyrir S.R.F.I., þótti
mér athygiisverðustu atriðin í dásvefni hans koma fram,
þegar ókunnir gestir komu á fund hjá honum í fyrsta sinn.
Starfsemi sumi’a spíritistafélaga erlendis hefur orðið til
eðlilegs álitshnekkis fyrir málefnið. Þá er farið að slá af
kröfunum til sannanagildis fyrirbrigðanna og látið við það
sitja að miðlarnir flytji einhvers konar ,,lífsspeki“, hugleið-
ingar og predikanir um lifið og tilveruna. Um þess konar
,,miðilsstarf“ sagði Einar H. Kvaran einhverju sinni: Þess
konar miðlar, sem ég hef kynnzt hafa flestir gengið fram
af mér. Hann var hræddur við að gera spíritismann að far-
vegi fyrir þess konar starfsemi. Ég hygg að þeirri lexíu
megi félagið, sem hann stofnaði, ekki gleyma.
Utan við Sálarrannsóknafélag Islands hefur stundum ver-
ið efnt til samtaka, einkum um fólk, sem virtist hafa miðils-
gáfu. Þar var fólk, sem þóttist ekki sækja í S.R.F.l. það sem
það vildi fá, en fékk ekki, vegna þess að Einar H.Kvaran
lauk ekki félaginu upp fyrir slíkri stai’fsemi. Svo verður að
vera enn, ef félagið vill vera hugsjón frumherjanna trútt, að
með sti’angri gagnrýni sé hverju því mætt, sem getur orðið
aiálefninu til álitshnekkis og sanngjarnir menn geta auð-
veldlega stimplað: ,,Bull“.
Ég ann Guðspekireglunni alls góðs. Innan vébanda hennar
hef ég lengi átt vini, sem ég met mikils. Og ég tek trúanlegt
begar þeir segja mér, að guðspekin hafi orðið þeim bless-
Unarlind. En ég tel, að guðspekin og spíritisminn eigi hvort
sig að halda sína leið. Ég hef til dæmis enga tilhneigingu
til að andmæla endurholdgunarkenningunni. Mér finnst ekki
ósennilegt, að menn geti farið svo klaufalega með líf sitt, að
þeir verði að koma hingað aftur. Þetta er skoðun mín, en
hefur ekkert með spíritisma að gera. En það hefur orkað