Morgunn - 01.12.1968, Page 13
MORGUNN
91
S.R.F.I. enn í dag: Að fást við staðreyndir og draga siðan
af þeim ályktanir, sem prófa megi í eldi varfærni og vits-
muna. —
Spíritisminn stendur ekki alls staðar á þeim grundvelli.
Hann hefur alltof víða lent út í ógöngur gersamlega ósann-
aðra fullyrðinga og kennisetninga. Þá hefur hann orðið að
trú í stað þekkingar, orðið trúboð en ekki sannleiksleit.
„Eftir sannleikanum er verið að sækjast og engu öðru“,
sagði fyrsti forseti Sálarrannsóknafélags íslands.
Eftir þeim áttavita verður félagið að stýra á komandi
árum. Þá á það enn mikið hlutverk að rækja fyrir þjóð sína.
Sólaruppkoman
... Ég veit, að sólin er að koma upp í öðrum skilningi, og
ég sé, að fjallið muni skyggja á, eins lengi og það getur. Og
liklegast leggst ég til hvíldar, áður en sólin verður komin
upp fyrir há-kambinn. En ég veit hún kemst það. Og þegar
svo langt er komið, vermir hún allt með geislaglóð sinni, —
fjailið iíka, þótt það skyggði á hana eins iengi og það gat . ..
Ór Hví slœr þú mig I, blaðsíðu 72, eftir prófessor Harald
Níelsson.