Morgunn - 01.12.1968, Page 14
Forsetar
Sálarrannsóknafélags Islands
1918-1968
☆
Einnr II.Kvaran (1918—1938)
Einai' Gísli Hjörleifsson Kvaran var fæddur 6. desember
1859 að Vallanesi í S.-Múlasýslu. Foreidrar: Hjörleifur Ein-
arsson síðast prófastur að Undirfelli í Vatnsdal og fyrri kona
hans Guðlaug Eyjólfsdóttir. — Hann lauk stúdentsprófi í
Reykjavik 1881, stundaði síðan nám við Háskólann í Kaup-
mannahöfn. Fór til Vesturheims og gerðist ritstjóri íslenzku
vikublaðanna þar, fyrst Heimskringlu og síðan Lögbergs.
Hvarf heim til Islands 1895 og var lengst af eftir það bú-
settur í Reykjavík. Hafði hann lengst af á hendi ritstjórn
ýmissa blaða og tímarita, flutti fjölda fyrirlestra viða um
land, jafnframt því sem hann gerðist einn ágætasti rithöf-
undur og eitt vinsælasta sagna- og ieikritaskáld landsins,
jafnhliða því að yrkja einnig í bundnu máli og þar á meðal
ljóð, sem lengi munu lifa og halda á lofti nafni skáldsins.
Hann gerðist brautryðjandi sálarrannsóknanna hér á
landi skömmu eftir aldamótin siðustu. Gekkst hann ásamt
prófessor Haraldi Níelssyni o. fl. fyrir stofnun Sálarrann-
sóknafélag Islands 18. desember 1918 og var forseti þess
til dauðadags. Jafnframt var hann ritstjóri timaritsins
Morgunn frá stofnun þess árið 1920 og þar til hann lézt
hinn 21. maí 1938.
Enda þótt sálarrannsóknir hér á landi hafi frá upphafi
notið starfskrafta, forgöngu og stuðnings margra ágætustu
og áhrifaríkustu manna þjóðarinnar, hygg ég þó, að enginn
þeirra hafi starfað meira og betur i þágu þessarar hreyfing-
ar en skáldið Einar H. Kvaran, enda varði hann til þess