Morgunn - 01.12.1968, Síða 28
106
MORGUNN
þeirra brautryðjenda hér, sem lengst vildu ganga í allri
vandvirkni, svo sem prófessors Haralds Níeissonai1.
Hvað því viðvíkur, að um þýðingarmikið mál sé hér að
ræða, vil ég lítiilega minnast á viðhorf Alexis Carrel, sem
fram kemur meðal annars í bók hans „Man the unknown“,
en hann er víðkunnur læknir og iífeðlisfræðingur, sem hlot-
ið hefur verðlaun Nobels fyrir afrek sín. Hann telur að þótt
dulskyggni, duiheyrn, fjarhrif og annað slíkt hafi ekki al-
mennt hlotið viðurkenningu lækna og lífeðlisfræðinga, þá
sé hér um fullkominn raunveruleika að ræða og mjög eðli-
legan hlut því fóiki, sem gætt er skyggnigáfu. Hann segist
hafa tekið þátt í rannsóknum dularfullra fyrirbæra frá því á
stúdentsárum, og fljótlega hafa veitt því athygli, að ekki
var ætíð allt með feldu, þegar atvinnumiðlar áttu í hlut, og
eftirlit lítið með, að hægt væri að blekkja. En síðar hóf
hann sjálfstæðar, nákvæmar rannsóknir, þar sem engu slíku
varð við komið og sannfærðist með öliu um að oft fengust
niðurstöður, sem enginn gat skýrt né skilið út frá náttúr-
legum lögmálum. Fyrir honum er hinn ósýnilegi, andlegi
heimur stórkostlegur veruleiki, sem mikið sé undir komið
að menn njóti aðstoðar frá. í því tilliti telur hann bænina
einkum áhrifamikla. 1 sérstökum kafla í bókinni „The com-
pact treasure and Inspiration" ræðir Carrell um bæn, sem
ómetanlegan heilsu- og orkubrunn. Fyrir mátt hennar hafi
gerzt kraftaverk á sjúkum, sem visindin hafi orðið að viður-
kenna, þó þau geti ekki skýrt þau. Sérstaklega talar hann um
Lourdes á Frakklandi í því sambandi, þar sem læknar hafa
vottað, að yfir tvö hundruð manns með skemmdir í líffær-
um eftir berkla og krabbamein, hafi á skjótan hátt orðið ai-
heilir, eins blindir menn.
Hvar sem sálarrannsóknir eru stundaðar af nákvæmni,
hleypidómaleysi og alvöru, munu þær hjáipa til að finna
veginn út úr villu efnishyggjunnar, vekja menn til umhugs-
unar um mátt hins andlega, um gildi fagnaðarboðskapar
Krists fyrir alda og óborna. Þá þjóna þær æðra tilgangi. En
sr. Haraldur lagði áherzlu á, að svo mætti verða.
A