Morgunn - 01.12.1968, Page 34
112
MÖRGUNN
trú, hugsunarhátt og menningu þjóðarinnar aldrei fullmet-
in né fullþökkuð. Þau munu vara beint og óbeint með þess-
ari þjóð um alla tíð. Þau munu halda áfram að bera lifandi
ávöxt til blessunar, veita sorgbitnum huggun og veikum
styrk bjartari vona og lifandi trúar á gæzku Guðs, sigur
ljóssins yfir myrkrinu og iífsins yfir dauðanum. Þær dyr,
sem hann opnaði til víðara útsýnis og bjartari lífsskoðunar,
þeim verður aldrei lokað framar í þessu landi. Það er þýð-
ingarlaust að reyna það og vonlaust með öllu.
Þess vegna blessum við minningu prófessors Haraldar
Níeissonar. Við vitum, að þær hugsjónir, sem hann barðist
fyrir, munu lifa og bera sinn ávöxt lífi þjóðarinnar tii heilla.
Og við vonum og trúum, að sá dagur renni, að þau spámann-
legu orð hans rætist, að yfir alla helgidóma þjóðarinnar
verði ritað:
Mannssál, mundu að þú ert eilíf.
Sveinn Vikingur.