Morgunn - 01.12.1968, Page 39
MORGUNN
117
og dauða, þá veitist þeim léttara að veita trúarsannindum
kristindómsins viðtöku. Máske ekki fyrir aUar kenningar
kirkjunnar, eða þessa og þessa prestsins — því að þeir rata
sumir og hafa margir ratað út í margs konar vitleysu og
heilaspuna. Nei, heldur fyrir kristindóminn, trúarsannindi
þau, sem Kristur kenndi lærisveinum sínum og vér höfum
geymd í Nýja testamentinu, eða aðalriti þeirra.
Utsýnið stœkkar ofí frnmtí'Sin lengist.
Fyrst ætla ég þá að benda á, að útsýnið stækkar og fram-
tíðin lengist.
bið kannizt öll við kvæðið hans Árna í sögunni hans
Björnstjerne Björnsons:
Undrandi stari ég ár og síð
upp yfir fjöllin háu.
Aumingja Ái'ni hefur fundið til þess, að hann var inni-
krepptur, innibyi’gður í þi’öngum dal, og hamraveggur fjall-
anna fól honum frekari útsýn. Þess vegna þráir hann svo
heitt að komast upp yfir fjöllin, upp á einhverja fjallsbrún-
ina til þess að sjá, hvað þar tekur við og sjá útsýnið, ef það
er nokkurt þar. En hann hefur lengi langað og aldrei kemst
hann upp. Og hann fer að örvænta um, að hann komist þang-
að nokkurn tíma. Fjallshlíðin er að vísu grasi vafin allt um
kring, en efst uppi mætir auganu ís og hi'íð. Ilann fer að
hugsa um, að þessi vegur sé of hár. Fuglarnir komast hann,
°n hann sjálfur ekki. örninn kemst hann, hann teygar þar
himisins hreina dag,
hraðsiglir loftið með víkingsbrag
hátt yfir hömrum og sti’öndum,
horfir mót kunnum löndum.
Vorfuglinn kemst yfir það. En hann kveikii’ aðeins þrána
hjá Ái’na:
— ljæi’ð mér, sem ligg með hlekki,
löngun, en vængi ekki.