Morgunn - 01.12.1968, Side 40
118
MORGUNN
Og því lengur, sem hann bíður og bíður og þráir og þráir, því
daufari verður Árni í voninni, hann minnkar hvert líðandi
aill5‘ Hann, sem langaði í átján ár
upp yfir fjöllin háu,
en veit honum er sá vegur of hár
vei'öur minni hvert líðandi ár.
Er oss ekki mörgum líkt farið og Árna? Er ekki lífið
mörgum manninum þröngur dalur? Það er langt síðan farið
var að kalla það táradal. Og sú þjóð, sem skirði það því heiti,
er að flestra dómi trúræknasta þjóð heimsins, sú þjóðin,
sem þráði Guð heitast og æskti eftir eilífu lífi, friði, og rétt-
læti hvað innilegast. Guðs úlvalda þjóð nefndi fyrst lífið
tára dál.
Yfir oss sjáum vér á kveldin alstirndan himin, ótal sól-
kerfi. Hugann næstum því sundlar að hugsa um allan
þennan grúa, um alla himinhnattanna mergð. Og þegar
mannssálin hefur höndlað hugmyndina um Guð sem skap-
ara alheimsins, þá fellur hún þögul og undrandi, auðmjúk-
lega tilbiðjandi fram fyrir veldi hans. Á hún einhvern tíma
að fá að sjá eitthvað meira af J)essari dýrð, eða kemst hún
aldrei upp yfir fjöllin? Er mér aðeins ætlað að lifa þennan
stutta tíma hér í þessum táradal og sofna síðan eilífum
svefni?
Mannssálina langar inn í eilífa geiminn. Það er rík þrá í
henni, sem stefnir þangað. En svo kemur reynsla lífsins og
hún er þessi fyrir mörgum: Fáein mæðuár. Hryggð, kvöl.
vanheilsa, vanmáttur, fátækt, nauðir, — og það sem verst
sýnist vera, dauði til að kippa burt ástvinum, sem vér elsk-
uðum mest. Hvílík mótsögn við eilífðarþrána.
Mér er það enn minnisstætt frá því ég var barn, hvernig
ég varð fyrst var við eilífðarlöngunina í sjálfum mér. Ég
ætla að segja ykkur frá því, og þið megið trúa því, að það
er satt. Ég er ekki að búa neitt til.
Mér hafði verið kennt gamla kverið, og Guð veit, að þar
var margt, sem ég botnaði lítið i. Einna merkiiegastur