Morgunn - 01.12.1968, Page 41
MORGUNN
119
fannst méi’ þó vera sá kapítulinn, senx fjallaði um dauðann,
dómsdag og annað líf. Sjóndeildarhringurinn er ekki víður
á þeim árunum, og hugurinn ekki fær um að brjóta stór
spursmál lifsins til mergjar. Það, sem ég hugsaði mest um,
var að heimurinn ætti að farast, ekki aðeins þessi jörð, held-
Ur allir himinhnettirnir. Já, en þá fannst mér allt hljóta að
vera búið. Guð máske til, en fyrst heimurinn átti að farast
— allur heimurinn — þá hlyti ég og ailir mennirnir iíka að
fai’ast.
Og eilífa lífið varð að engu í huga mínum yfir þessu, að
allur heimurinn átti að farast. Mér fannst þá allur geimui’-
inn orðinn tómur, endir alls vera kominn, skilyrðin fyrir
nýjum heimum öll hoi’fin. Allt leystist upp í eina stói’a al-
eyðingai’hugmynd í sál minni, einn voðalegan endi alls, einn
ógurlega stóran punkt, þar sem allt lesmál endaði. Ég dáinn
og allir, sem mér þótti vænt um, og engin tök á þvi að vakna
aftur! Yfirleitt engin byrjun möguleg úr því, eftir heimsendi
allt farið, allt búið um alla eilífð! Ég var einn úti á túni. Mér
fannst mig hálfsundla. Þetta var hræðileg tilhugsun. Ég tók
fil fótanna og hljóp heim og inn í bæ, til þess að komast til
fólksins og losna við aleyðingarhugsunina. Ég get ekki lýst
þessu fyrir yður eins og það var. En enn í dag hefur geymzt
ofurlítið af geðblæ þeim, sem þessai'i hugsun fylgdi, og fyrir
Því er mér þetta svo minnisstætt. Það var aleyðingarhugs-
onin, sem greip hugann. Þótt kaflinn væri líka um lífið,
þá sinnti ég þeim greinum lítið af hræðslunni við aleyð-
inguna.
Með öðrum orðum: hx’æðslan við aleyðinguna var að vissu
leyti þráin eftir að lifa eilíflega. Og svona er það. Böi’nin
niega ekki til þess hugsa að deyja að fullu og öllu. Hitt geta
þau vel sætt sig við, að flytja upp í himin Guðs og til góðu
englanna. Sú hugsun á svo vel við þau sum, að þau langar
jafnvel stundum til að deyja.
Oss langar, að minnsta kosti í æsku, að hafa útsýn yfir
nieira en þessi fáu jarðlífsár. Það er margur Árni, sem
syngur svona: