Morgunn - 01.12.1968, Síða 44
122
MORGUNN
Þýðin fí eilíf&ar viss un nar.
Haldið þér ekki, að það breyti mannlífinu, ef sú vissa
kemst inn í hvern mann þegar á ungum aldri: Framtíðin er
ekki jafnskömm jarðvistinni, hún er ekki tíu, tuttugu eða
50 eða sjötíu ár, hún er eilíf.
Haldið þér ekki, að menn læri þá að meta réttar fallvölt
heimsgæðin, og haldið þér ekki, að stimpingarnar verði
minni utan um kjötkatlana? Haldið þér ekki, að ásælni í
auðinn til eiginhagsmuna og mikillar vanbrúlcunar verði
minni? Hafið þér hugsað um það með alvöru, hve Jesús
Kristur í raun og veru var óháður gæðum þessa heims og
hve hann eiginlega fyrirleit það, sem margir mennirnir eru
tryiltir að ná í? En hins vegar hefur enginn haft eins opin
augu fyrir annarra böli og hann. Hann fann til með öllum,
hann læknaði, hann huggaði, hann mettaði þúsundirnar.
Hann skoðaði ávallt mannssálirnar í ljósi eilífðarinnar. Þess
vegna var hver auminginn svo hátt metinn af honum. Hjá
sumum auðkýfingum þessa heims ei-u sálir smælingjanna
oft svo raunalega lágt metnar. Þess vegna finnst þeim litið
gera tii, þótt þeir troðist undir.
Sumir segja: Spiritisminn hlýtur að gera menn afhuga
þessu Jífi, þá hugsa menn ekki um annað en lífið hinum
megin og hætta að sýna áhuga á að afla hinna jarðnesku
gæða. Ég þykist viss um, að þetta er föisk ásökun, jafnfölsk
nú og hún á öllum öldum hefur verið, þegar henni hefur ver-
ið beint gegn alvarlega kristnum mönnum. Sagan er fyrir
löngu búin að sýna, að alvarlegustu kristnu mennirnir eru
beztu borgarar hvers ríkis. Þeir hugsa um að afla jarðneskra
gæða, en þeir nota þau betur, af því að þeir meta þau réttar.
Og þeir muna eftir, að þau verða eftir á grafarbakkanum.
Fyrir því gera þeir þau aldrei að takmarki lífs sins. Þeir
hugsa um að afla þeirra, til þess að þau verði ekki þeim ein-
um, heldur sem flestum til blessunar.
Útsýnin yfir á lönd eilifðarinnar og eilífa framtíð kennii'
oss ekki að fyrirlíta þetta líf. Síður en svo. En hún jafnai'