Morgunn - 01.12.1968, Page 49
Sveinn Víkingur:
Efnishyggjan á undanhaldi
☆
Efnishyggja (materialismi) og andahyggja (spiritualismi
eða spiritismi) eru tvær gjörólíkar stefnur, sem menn að-
hyllast varðandi veröldina, lífið og tilveruna yfirleitt. Þessar
stefnur styðjast hvorar um sig við vísindalegar athuganir
°g rannsóknir. En þar sem enn er harla langt frá því, að
vísindunum hafi tekizt að leiða menn í alian sannleika um
tilveruna og þessi erfiðu málefni yfirleitt, eru báðar þessar
stefnur í raun og veru lítið annað en meira eða minna rök-
studd álit einstakra manna á þessum vandamálum. Að því
leyti svipar þessum stefnum til stjórnmálaflokkanna, sem
hafa ólíkar og oft andstæðar skoðanir á þjóðskipulagi og
bjóðmálum og styðja hver um sig stefnu sína bæði með
sógulegum og hagfræðilegum rökum og rannsóknum.
Efnishyggjan telur að skýra megi og skýra beri öll fyrir-
^osri náttúrunnar og lífsins samkvæmt þeim lögmálum, sem
efnið lýtur. Hún heldur því fram, að ekkert sé annað til en
elni (materia) og hreyfing og skýrir öll iífræn og sálræn
jVrirbæri á þá lund, að þau séu ekkert annað en efnabreyt-
lngar i heilanum og taugakerfinu. Fyrir þessari skoðun
reyna efnishyggjumennirnir að færa vísindalegar rannsókn-
ir og rök.
Andahyggjan andmælir þessu eindregið. Hún heldur þvi
h'am, að hinn sanni raunveruleiki hvíli í grundvallaratrið-
lJm á starfsemi andans eða sálarinnar. Hún heldur því fram,
starfsemi mannsins sé engan veginn einvörðungu bundin
v|ð hina efnislegu starfsemi líkamans og samskipti hans við
hið efnislega umhverfi. Hún heldur því fram, að efnislíkam-