Morgunn - 01.12.1968, Qupperneq 53
MORGUNN
131
þó fram, að þeir geti að nokkru leyti komið þessu af stað
með sérstökum æfingum eða með því að gefa sig á vald full-
kominni hvíld.
Ungfrú Green hefur góða von um það að geta hafið til-
i'aunir til þess að rannsaka iíkamlegt ástand þessa fólks á
meðan það er utan við líkamann, og þá ef til vill einnig að
geta fært óyggjandi sannanir á skynjanir án hjálpar líkam-
legra skynfæra.
Einn af samstarfsmönnum hennar við stofnunina lætur þó
hafa eftir sér, að sumt af þessu fólki kunni að vera haldið
einhverjum þeim sjúkdómi í hlustinni sjálfri, sem gæti vald-
ið því, að mönnum finnist þeir vera komnir á aðra staði, og
ekki útiiokað, að um misskynjun eða ofskynjun geti verið
að ræða. En hann telur hitt þó engan veginn útilokað, að
sálin geti ferðazt í öðru rúmi en því, sem svo er venjulega
kailað af vísindamönnunum.
Höfundur áðurnefndrar greinar i Observer, John Davy,
segir einnig frá tékkneskum manni, Povel Stephanek frá
Prag, og styðst þar við nýlega frásögn í tímaritinu Nature.
Þessi maður þykir að mörgu leyti hafa mjög einkennilega
óulræna hæfileika. Þessir hæfileikar hans voru fyrst rann-
sakaðir heima í Tékkóslóvakíu og síðar í sálarrannsókna-
stofnun Virginíuháskóla í Bandarikjunum. Dr. J. G. Pratt,
sem um skeið var samstarfsmaður hins fræga prófessors í
sálvísindum J. B. Rhine við Duke háskólann, sem einkum
hafði þessar rannsóknir með höndum, segir, að þar hafi
h’am komið „undursamlega merkilegir hlutir.“
Við tilraunir þessar voru meðal annars notuð spil eða
spjöld, græn á annari hlið en hvít á hinni. Vandlega var búið
hm hvert kort áður en Stephanek fékk það í hendur. Það var
sett í margfaldar umbúðir úr stifum pappa og sjálft spjaldið
til frekara öryggis vafið bómull, áður en það var sett í um-
búðirnar. Eigi að síður tókst Stephanek svo að segja undan-
tekningarlaust að segja rétt til um það, er hann var um það
spurður og hafði fengið böggulinn í hendur, hvor hlið
spjaldsins, sú græna eða hvíta, sneri upp hverju sinni.