Morgunn - 01.12.1968, Side 57
MORGUNN
135
ii'. Þar var um hreina sannreynd að ræða. Þær stóru stundir,
sem hann taldi sig hafa upplifað í samstarfi sínu við miðla
voru honum hugþekkar og ærið oft að umtalsefni í einka-
samtölum og vinahópi. Ég get ekki stillt mig um að láta
fylgja hér það atriðið, sem var honum einna hjartfólgnast.
Árið 1931 var danski miðillinn Einar Nielsen staddur hér í
Reykjavík á vegum S.R.F.Í. — hjá honum var hann á fundi.
Þorþjörg kona hans kom fram úr byrginu — mjög sterk —
gekk rakleitt til hans, þar sem hann sat í fremri hring og
segir á íslenzku svo hátt og greinilega: ,,Hvar er Silla?“ (en
Sigurlaug gat ekki verið á fundinum sökum lasleika). Hann
sá hendur og andlit Þoi'bjargar ljóslega. Síðan vafði hún
höndum sínum um háls honum og fann hann geðshræringar-
tár hennar renna niður vanga sinn. Þau töluðu hljóðskraf
nokkra stund um einkamál, sem þau vissu ein. Slík atvik í
!ífi manns, sem Jónas Þorbergsson var, hlutu að marka
dJúp og varanleg spor í lífsreynslu hans.
Jónas var kominn yfir miðjan aldur, þegar ég kynntist
úonum, orðinn reyndur í hörðum skóla lifsins. En sú reynsla
hafði ekki skaðað hans innri mann eins og oft vill verða,
heldur þvert á móti. Allt sem varð honum mótdrægt í lífinu
yarð til þess að göfga hann andlega og hefja hann yfir dæg-
Ul'þi'as og smámunasemi. Þar veit ég að koniu til hans miklu
vitsmunir, sem hafnir voru yfir alla meðalmennsku og hans
sterka og einlæga barnatrú, sem hann varðveitti til hinztu
stundar.
Menn hafa deilt um, hvort þeir, sem aðhyllast stefnu sál-
ai’rannsóknanna, glötuðu sinni barnatrú. Með bókum sínum
ieitaðist Jónas Þorbergsson við að skýra þetta. Hann áleit
Sátarrannsóknirnar rannsóknarstefnu og fyrst og fremst leit
að sannleikanum um lífið eftir dauðann, sem væri kjarni
aUra trúarbragða. Hann áleit að öll trúarbrögð virtust
styðja það og að mennirnir hafi allt frá því, er þeir gerðu sér
Sfein fyrir tilveru sinni, verið að sjá og hlusta inn í annan
heim. Hans brennandi áhugamál var að sanna þetta eins og
astatt var í veröldinni. Flann áleit þetta mikilvægasta málið