Morgunn - 01.12.1968, Side 59
MORGUNN
137
öllum þeim, er með þér unnu að framgangi sálarrannsókn-
anna. Sjálfur bið ég þér blessunar Guðs. Ég kveð þig ekki
hinztu kveðju — ég heilsa þér á hinu nýja tilverusviði — ég
sé þig umkringdan ástvinum þínum, sem elskuðu þig. Ég
hakka þér fyrir allt og allt.
Elskulega Sigurlaug, þér og börnum ykkar sendi ég hjart-
anlegar samúðarkveðjur.
Hafsteinn Björnsson.
Þetta tvennt
— Eg tel tvö meginatriði skipta mestu máli fyrir hvern
aiann, eins og nú er komið högum og háttum mannkynsins
á hinni mestu vísindaöld, sem yfir jarðlíf mannanna hefur
gengið.
/ fyrsta lagi, að hver maður öðlist hreina og staðfasta
barnatrú á almættið, hinn óþekkta guðdóm, sem er höfund-
Ul’ alls og ræður öllum lögmálum tilverunnar, og að boðun
kærleikans, sem er „mestur í heimi“, verði leiðarstjarna
hans allt frá æskudögum.
1 ööru lagi, að hver maður ástundi fordómalausa leit að
sannleikanum, hvort heldur sem hann berst okkur mönnun-
Uru eftir leiðum hins undursamlega efnis- og eðlisfræðilegu
raunvísinda, eða opinberunum raunsanninda á vegum dul-
byggjunnar ...
tlr bók Jónasar Þorbergssonar: Ljós yfir landamœrin,
blaðsíðu 260.