Morgunn - 01.12.1968, Síða 61
MORGUNN
139
bréf fengið frá Kristjáni, og var ég orðin óróleg út af því.
E*á er það eina nótt, að mig dreymir, að ég sé komin til
Reykjavíkur og gangi rakleitt að húsi Halldórs til þess að
hitta Kristján. Stúlka kemur til dyra og segir mér, að sonur
niinn sé staddur í öðru húsi og vísar mér þangað. Þar er mér
vísað inn í stofu og sagt, að Kristján komi bráðum. Innan
skamms er hurð opnuð, og sé ég þá inn í aðra stofu. Þar
situr Kristján í stól og hallar höfðinu, en maður er að reifa
á honum hálsinn og upp á hnakkann. Við það hrökk ég upp.
Með næsta pósti fengum við bréf frá Kristjáni syni okkar.
Segist hann hafa fengið afar slæmt kýli á hálsinn og orðið
um skeið að ganga til Guðmundar Björnssonar síðar land-
læknis hvað eftir annað, og hafi hann þá jafnan gert við
býlið og búið um það. Kveðst hann hafa alllengi þurft að
halla höfðinu út á aðra hliðina, ekki þolað að vera öðruvísi.
Nærri lienni höggvið.
Nóttina fyrir 1. nóvember 1900, en ég var þá á Sauðanesi,
öreymdi mig að ég var komin á stað, sem ég kannaðist ekki
við í fyrstu, en brátt þekkti ég, að þetta var Hjalteyri við
Eyjaf jörð, en þangað hafði ég einu sinni komið áður. Tjörn-
in á eyrinni var ísi lögð, og var maður á hlaupum með fram
henni og sýnilegt., að eitthvað mikið var um að vera.
Allt í einu heyri ég kallað hátt:
,,Guð almáttugur! Hann er að sökkva.“
Síðan sé ég bát vera dreginn fram á ísinn. Ég spyr ein-
hvern, hvað komið hafi fyrir, og svarar hann því, að verið
sé að reyna að bjarga manni, sem dottið hafi niður um is-
mn. 1 sömu svifum sé ég þarna manninn minn og Snæbjörn
Arnljótsson, sem þá var verzlunarstjóri á Þórshöfn, er segir
við hann:
,,Þú segir systur þetta (hann nefndi mig svo), því það er
nærri henni höggvið."
Lengri var draumurinn ekki.