Morgunn - 01.12.1968, Side 64
142
MORGUNN
heima hjá þeim árið eftir að ég var fermd. 1 draumnum
þóttist ég enn eiga þarna heima. Þykist ég ganga inn í „sal-
inn“, sem svo var nefndur. Þar er enginn, en ég heyri mik-
inn sálmasöng innan úr skrifstofunni. Þekki ég, að einn
þeirra, sem sungu, var Velschow, en hann var ágætur söng-
maður. Ég opna hurðina að skrifstofunni og sé, að þar er
allt uppljómað og bjart. Þar er Velschow og hjá honum
nokkuð af ungu fólki, bæði karlar og konur. Söngur þessa
fólks var mjög fagur. Sungnir voru tveir sálmar og báðir á
dönsku. Sá fyrri var: Tænk, naar engang, en hinn síðari:
Den er slet ikke af Gud forladt, hvem han fratager de Hjer-
tenskære. Fyrri sálminn þekkti ég vel, en hinn hafði ég ekki
áður heyrt sunginn.
Ég þóttist þess fullviss í draumnum, að þetta væru börn
þeirra Veischows og systur minnar, enda þekkti ég þarna
Kristján, William og Gerdu af ljósmyndum, sem ég hafði
séð af þeim á Sauðanesi. Ég þykist spyrja Velschow hvar
systir min sé, en hann svarar því, að hún sé í Kaupmanna-
höfn. Þá fyrst átta ég mig á þvi, að þau hjónin voru fyrir
löngu flutt til Danmerkur. Velschow dáinn og mörg af börn-
um þeirra, þar á meðal bæði Kristján og Gerda.
Að lokum þykir mér Velschow segja við mig:
,,Þú átt að skrifa systur þinni. Berðu hjartans kveðju frá
okkur; segðu, að allt sé svo gott, svo gott, og að við sjáumst
bráðum.“
Hann tvítók orðin: ,,svo gott, svo gott“, með mikilli
áherzlu. Helzt fannst mér þetta fólk vera hér á einhverju
ferðalagi. — Síðan lauk draumnum.
Þennan draum skrifaði ég systur minni þann 4. febrúar.
Hafði ég þá enga vitneskju fengið um það, að William væri
dáinn. En í næsta bréfi sagði hún mér frá láti hans, en gat
þess ekki þar, hvenær það hefði borið að höndum. Svar
hennar við bréfi mínu er dagsett 6. júní. Þar segir hún mér,
að hann hafi látizt 21. desember, eða sem næst samtímis því,
sem mig dreymdi drauminn. Jafnframt sendi hún mér tvo
sálma sérprentaða, er sungnir höfðu verið við útförina. Voru