Morgunn - 01.12.1968, Side 66
144
MORGUNN
Þessi draumur frú Heigu virðist ótvírætt benda til þessa
slyss, sem þó ekki varð fyrr en 214 sólarhring eftir að hana
dreymdi drauminn. Enda þótt henni finnist í svefninum að
Kristján sé heima á Möðruvöllum, kemur það ljóst fram, að
meiðslið er af völdum Norðmanna. Hins vegar skakkar því
í draumnum, að hún sér skurðinn vera á brjósti sonar síns,
en meiðsli það, sem hann hafði hlotið, var á höfði.
Borgliildur líeinur bráðum.
Nóttina fyrir þann 16. desember 1918 dreymdi mig að
bankað væri á kontórhurðina hérna. Ég opnaði og var þar
komin Hólmfríður sáluga mágkona mín, móðir Snæbjarnar
Arnljótssonar, og hélt á iitlu barni í fanginu. Það datt ofan
yfir mig að sjá hana eina á ferð með ungbarn, en í svefnin-
um mundi ég ekki eftir þvi, að hún var dáin fyrir mörgum
árum. Hún segist ætla að vera hjá okkur, bróður sínum og
mér, þangað til Borghild komi, hún hafi ekki verið tilbúin,
en komi bráðum. En Borghild var kona Snæbjarnar og voru
þau hjónin búsett í Reykjavík. Við setjumst inn í stofu, og
hún fer að ieysa utan af barninu og segir: ,,Hann er þá vakn-
aður, blessunin litla.“
Eftir litla stund kemur Borghild og vill strax halda áfram.
Þær biðja mig að segja Snæbirni, að ferðin hafi gengið vel
og þær séu vel frískar. — Ekki var draumurinn lengri.
Þennan vetur geisaði spánska veikin í Reykjavík, en af
henni höfðum við þá aðeins fengið óljósar fréttir. Úr henni
lézt Borghild, kona Snæbjarnar, þann 17. nóvember. Þau
hjónin áttu þá von á barni, en enga hugmynd hafði ég um,
að þannig væri ástatt, þegar mig dreymdi drauminn.
Eldurinn í Amtmannsreilnum.
Nóttina fyrir 29. apríl 1915 dreymdi mig að ég væri á
gangi í kirkjugarðinum hérna (þ. e. á Möðruvölium) til að
hlúa þar að blómum. Þegar ég er á leið heim og komin upp
á húströppurnar, sé ég, að eldur logar í svonefndum Amt-