Morgunn - 01.12.1968, Side 67
MORGUNN
145
niannsreit í kirkjugarðinum fast við leiði J. Péturs Hav-
steens amtmanns, sem er syðst í þessum reit. Það brast og
snarkaði hátt í eldinum og engu iíkara en þegar brennt er
miklu af beinum. Ég skil ekkert í því, hvað sé þarna að
brenna innan um legsteina og járngrindur. Fiýgur í hug, að
það kunni að vera lík og að mér muni verða kennt um þenn-
an bruna, þar sem ekki hafði farið annar út í kirkjugarðinn
en ég. Af þessum sökum greip mig ósegjanleg hræðsla. Ég
hraðaði mér upp í svefnherbergi mitt, leggst upp i rúm og
breiði upp yfir höfuð. Ég ásaka mig sárt fyrir að hafa orðið
völd að þessu verki, óafvitandi þó.
Allt í einu þykir mér maðurinn minn, sem dáinn var fyrir
löngu, standa hjá mér og segja:
,,Vertu ekki svona óróleg, elsku Helga min. Þetta er ekki
Þér að kenna. Þetta á svona að vera“. Og lagði áherzlu á
síðustu orðin. Þá lít ég upp og sé karlmann neðan á loftinu
beint fyrir ofan mig. Ég þóttist kannast við hann, en þekkti
hann þó ekki. Og ég hugsa með sjálfri mér: Ætli þetta sé
ekki maðurinn, sem var að brenna, og ég hafði ásakað mig
fyrir að hafa átt þátt í? — Þá litur hann á mig mjög þýðlega
°g góðmennskulega, og þykist ég vita, að hann vilji láta mig
skilja, að liann ásaki mig ekki og að að ég eigi engan þátt
i þessu. — Við það vaknaði ég.
Þann 3. maí 1915, eða 4—5 sólarhringum seinna, andað-
ist Julius Havsteen fyrrum amtmaður og bróðursonur Pét-
úrs amtmanns. Hann hafði ég aðeins einu sinni séð og fyr-
ir 25 árum. Blöðin sögðu, að iík hans hefði verið fiutt til
Danmerkur til brennslu á krematoríi þar. Enginn maður hér
vissi um þá fyrirætlun, þegar mig dreymdi drauminn.
Hvítur klútur um höfuðið.
Sunnudaginn 25. ágúst 1918 lagði ég mig útaf og sofnaði.
Það mun hafa verið um klukkan 3 eftir hádegi, en klukkan
°kkar á Möðruvöllum mun hafa verið eitthvað á undan
réttri klukku, svo sem altítt var í sveitum og ekki sízt um
10