Morgunn - 01.12.1968, Page 72
150
MORGUNN
Magnús Guðbjörnsson, verzlunarmaður, gjaldkeri.
Séra Benjamín Kristjánsson, varaformaður.
Sveinn Ólafsson, skrifstofumaður.
Leifur Sveinsson, lögfræðingur.
Ólafur Jensson, verkfræðingur.
Húseign félagsins i Garðastræti 8 hefur undanfarin ár ver-
ið seld á leigu að undanteknu því húsnæði, sem félagið hefur
sjálft notað til sinna þarfa. Nú hefur félagsstjórnin ákveðið
að taka alla eignina í þágu félagsstarfseminnar. Hafa á þessu
sumra verið framkvæmdar miklar breytingar og endurbæt-
ur á eigninni. Er þar nú fundarsalur, er mun rúma um 70
manns, sérstakt miðilsherbergi auk húsrýmis fyrir bókasafn
og skrifstofu félagsins og til fundahalds félagsstjórnarinnar.
Þá hefur og félagið gengizt fyrir útgáfu vandaðs og fagurs
minningarrits um prófessor Harald Níelsson, en á þessu ári
eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Varaformaður félagsins,
séra Benjamín Kristjánsson, hefur annazt útgáfuna, séð um
val efnis að mestu leyti og skrifað allmarga kafla í ritið.
Bókin er prýdd f jölda mynda og að öllu hin vandaðasta. Má
vænta þess, að hún verði mikið keypt og lesin, ekki aðeins
af félagsmönnum, heldur og af hinum mörgu aðdáendum
prófessors Haralds um allt land.
Auk S.R.F.l. eru nú starfandi þrjú Sálarrannsóknafélög
utan Reykjavíkur, sem öll eru í meira eða minni tengslum
við móðurfélagið hér.
Starfsemi Sálarrannsóknafélagsins á Akureyri mun hafa
verið með svipuðum hætti og áður, en ekki hefur mér borizt
nein skýrsla um starfsemi þess.
Sálarrannsóknafélagið í Hafnarfirði var stofnað 25. maí
1967 og stendur starfsemi þess með miklum blóma. Skýrsla
um starf þess 1967 var birt í I. hefti Morguns þetta ár. Og
vísast til hennar. Formaður þess er Hafsteinn Björnsson
miðill.