Morgunn - 01.12.1968, Page 74
Nýjar bækur
☆
Þrátt fyrir gengisfellinguna, vaxandi dýrtíð og minnkandi
kaupgetu, gefast bókaútgefendur ekki upp og eru furðu
bjartsýnir á framtíðina þrátt fyrir ailt. Þeir vita sem er, að
þótt þjóðinni gangi illa að neita sér um tóbak og brennivín
og aðra heimskulega og skaðlega óhófseyðslu á mörgum
sviðum og ræfilslegan uppskafningshátt, heimtufrekju og
flottheit langt umfram það, sem hún hefur efni á, þá á hún
þó ennþá erfiðara með að neita sér um kaup góðra bóka,
bæði til lesturs og til gjafa — og ekki sízt um jólin. Bókin
hefur verið vinur, fræðari og dægradvöl þjóðarinnar um
aldir, og er það enn, sem betur fer.
Og nú fyrir þessi jól streyma nýjar bækur á markaðinn.
Er ekki að sjá, að á því sviði ætli að verða nokkur hörgull
eða teijandi samdráttur. Það verður áreiðanlega úr mörgu
að velja. Hitt má ætla, að vegna þverrandi kaupgetu muni
nú margur hugsa sig betur um en áður og reyna að velja úr
þær bækurnar, sem einhver veigur er í, gagn af að lesa og
gaman að eiga, og fari því minna en áður í vaii sínu eftir
kápuskreytingum, fyrirferðinni og skrumaugiýsingum út-
varps og blaða. Ef svo verður, gæti það orðið hyggnum til
happs, að hafa ekki alit of marga þúsundkalla í veskinu sínu
og gæti fyrir vikið betur að, hvað þeir fái í raun og veru
fyrir þá.
Hér verður aðeins vakin athygli á örfáum nýjum bókum,
sem ég hef séð, og ætla mætti að lesendur Morguns hefðu
áhuga á að kynna sér og lesa um þessa jól. Raunar heid ég
að þær eigi einnig erindi til miklu fleiri og gætu vakið þá