Morgunn - 01.12.1968, Qupperneq 78
156
MORGUNN
I stað þessa snýr Hafsteinn í þessari bók að lesandanum
algjörlega nýrri og óvæntri hlið á sjálfum sér, sem maður til
þessa hefði ekki haldið að væri til á honum. Það kemur í
ljós, að eftir önn dagsins, eftir að hafa eytt kvöldinu til þess
að skyggnast inn á hin duldu svið, og með því veitt óteljandi
mönnum huggun og trúarstyrk, þá hefur hann það til að
vaka á nóttunni og skrifa smásögur, sýna okkur þar mann-
eskjur með holdi og blóði, sem margar standa þarna svo
ljóslifandi fyrir okkur, að okkur finnst við hafa þekkt þær
frá því við vorum börn.
Ég hafði gaman af að hitta þetta fólk. Það er ekki galla-
Iaust fremur en við. Sumum kann að finnast það hversdags-
legt. En það kemur til dyranna eins og það er klætt. Og
þess vegna gleymi ég því ekki og hafði gaman af að sjá
framan í það. Og Hafsteinn þekkir þetta fólk og hefur sam-
úð með því og vandamálum þess. Að sjálfsögðu má sitt hvað
finna að. Þessar sögur eru frumsmíð. Þær eru ekki galla-
laus listaverk og eiga vafalaust ekki að vera það. En þæi'
eru býsna sannar myndir af lífinu sjálfu. Og er ekki gott að
fá slíkar myndir einmitt nú, þegar þær eru orðnar furðu
sjaldgæfar hjá þeim, sem eru í stéttarfélögum skáldanna í
þessu landi.
Ég get alls hugar tekið undir það, sem frú Elinborg Lár-
usdóttir segir í formálsorðum þessarar bókar: „Þetta eru
myndir úr lífinu sjálfu. Þær gætu hafa gerzt fyrir langa
löngu, gætu hafa gerzt í gær eða dag og verða alltaf að
gerast ...“
Grace Roslier:
Að handan.
Bók þessi nefnist á ensku Beyond the Horizon, en ég hef
í þýðingu minni nefnt hana: Að handan. Það hef ég gert
vegna þess, að hér er um að ræða boðskap frá látnum
manni, sem segir frá því Hfi, sem við tekur handan við þetta
jarðneska líf. Og til þess að koma þeim boðskap á framfæri