Morgunn - 01.12.1968, Page 79
M O R G U N N 157
notar hann hönd unnustu sinnar, Grace Rosher, sem ritar
bókina ósjálfrátt.
Ösjálfráð skrift er raunar mjög algengt fyrirbæri, en það
sem telja má athyglisvert og raunar fremur fátítt er það,
að hin ósjálfráða skrift þessarar konu ber það greinilega
nieð sér, að þar er um rithönd hins látna unnusta hennar
Gordon Burdicks að ræða. Handritið hefur verið nákvæm-
lega rannsakað af rithandasérfræðingi, sem hiklaust full-
yrðir, að hin ósjálfráða skrift sé raunverulega rithönd hins
framliðna manns. Er skýrsla hans um þetta prentuð i bók-
inni. —
Ýmsum kann að þykja það einkennilegt, eftir að hafa
lesið bókina, að það var félagsskapur enskra presta, sem gaf
hana út á frummálinu. Varla hefur það þó farið framhjá
beim, að margt, sem þar er að finna, er ekki samhljóða
kenningum kirkjunnar, og sízt hinum svonefnda rétttrún-
aði. Eigi að síður hefur þeim ágætu klerkum fundizt hún
eiga erindi til almennings og vera tímabær vakning til íhug-
unar um vandamál lífs og dauða. Þeir hafa kosið að opna
glugga kirkjunnar fyrir ferskum blæ nýrra hugsana, nýrra
rannsókna og nýrra skoðana á því, sem ennþá er óljóst og
dulið að nokkru leyti, en skiptir þó mennina meira að vita
i’éttar sönnur á en nokkuð annað.
Þessi afstaða ensku prestanna hygg ég að vera mætti
sléttarbræðum þeirra hér til fyrirmyndar. Því presturinn er
ekki fyrst og fremst vígður í þjónustu kirkjunnar, heldur til
bjónustu sannleikans og kærleikans.
8. V.
L