Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 8

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 8
110 MORGUNN ar nýju stefnu, visindalegra sálarrannsókna. Niðurstaða fundarins: Ujyplagi tímaritsins verður sleppt óbreyttu lausu en jafnframt ályktað að félagar Sálarrannsóknafélagsins verði að setjast á rökstóla og álykta hvort spiritisminn sé að renna sitt skeið á enda. „Spíritisminn hér á landi hefur ekki borið árangur vis- indalega séð,“ segir dr. Þór Jakobsson við Helgarpóstinn. „Langt t frá að spíritisminn sé að gefa upp andann. Reynsla fólks ber vott um annað“, segir Guðmundur Einarsson. 1 tvo mánuði hefur sumarhefti Morguns, tímarits Sálar- rannsóknafélags íslands legið inni á skrifstofu Sálarrann- sóknafélags Islands. Ástæðan fyrir „frystingu“ upplagsins er grein ritstjórans, dr. Þór Jakobssonar veðurfræðings, er nefnist ,,ritstjórarabb.“ I umræddri grein færir dr. Þór Jakobsson rök að því að til þess að komast að óyggjandi niðurstöðum í sálarrann- sóknum þurfi að beita vísindalegum aðferðum, en þær séu ekki á færi leikmanna. Hann segir: „Sjaldan eru einhlítar skýringar á því sem virðist gerast. Það þarf vant fólk, réttar aðstæður og stundum fágæt og dýr tæki til að gera athuganir. Þar við bætist þörf á sérþekkingu sálfræðinga, eðlisfræðinga og annarra lærðra manna til að skera úr um niðurstöður rannsóknanna. Afleiðing þessa er sú, að almenningur getur ekki stund- að sálarrannsóknir frekar en jarðfræði, án þess að læra tilskilin fræði.“ Þessa skoðun telur Guðmundur Einarsson formaður Sál- arrannsóknafélagsins stangast á við reynslu þeirra sem hafa kynnst dulrænum fyrirbærum eða orðið vitni að hæfi- leikum fólks til að ná sambandi við framliðna. Iláhil jur eða vísindi? Áður en lengra er haldið er vert að leiða hugann að sagnfræðilegum atriðum svonefndra sálarrannsókna. Það

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.