Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 18

Morgunn - 01.12.1983, Page 18
120 MORGUNN kýs að nota) er einfaldlega íslensk þýðing á slettunni „spíritismi" og hefur verið notað allt frá því að andatrú nam hér land árið 1905. Ég má kannski bæta því við að ég fagna því að menn eins og Þór Jakobsson, Erlendur Haraldsson o.fl. sem áhuga hafa á rannsóknum „dulrænna fyrirbæra“ hafa gert opin- beran ágreining sinn við söfnuð andatrúarmanna i Sálar- rannsóknafélaginu. Það er sannarlega rétt hjá þeim að andatrú er eitt og dulsálarfræði annað. Ég er í hópi þeirra sem telja andatrú eins og hverja aðra bábilju, en ég tel einnig að dulsálarfræði sé hjáfræði, og þar greinir mig væntanlega á við Þór, Erlend o.fl. Fyrir þessari skoðun minni á dulsálarfræði hef ég fært rök á öðrum vettvangi. Ég hef m.a. bent á að rannsóknir dulsálfræðinga í meira en öld hafa ekki skilað neinum marktækum niðurstöðum, og að í mörgum hugtökum sem dulsálfræðingar nota er fólgin mótsögn. (HP, 6.10. 1983). '

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.