Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 20

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 20
122 MORGUNN skynja er hugur Skaparans, sem birtist okkur i einu formi eða öðru. 2. Tilvera og persónuleiki einstaklingsins heldur áfram eftir breytinguna, sem við köllum dauða. 3. Við ákveðin hagstæð skilyrði á sér stað opið samband milli okkar jarðarbúa og þeirra, sem búa í hinum and- lega heimi, sem við öll hverfum til, fyrr eða síðar. Samkvæmt riti dr. Erlends Haraldssonar, dulsálarfræð- ings, sem ber nafnið Þessa lieims og annars og fjallar um könnun á dulrænni reynslu íslendinga, trúarviðhorfum og þjóðtrú, þá fæ ég ekki betur séð, en yfirgnæfandi meiri- hluti Islendinga sé sammála þeim skoðunum, sem greint er frá hér að framan. Milljónir manna um víða veröld eru einnig á sama máli. Ég held því, að meira þurfi til en ská- ritaðar setningar til þess að fullyrða að slíkar skoðanir „hafi runnið skeið sitt til enda“. Þór Jakobsson hefði því átt að orða sínar skáletruðu setningar allmiklu skýrar en hann gerir, því hann á vafalaust við allt annað en þetta. Hér á hann vitanlega við það, að transmiðlafundir spirit- ista, eins og þeir hafa tíðkast, séu engar sálarrannsóknir. Um það er ég honum fyllilega sammála. Sú skoðun mín leiðir óhjákvæmilega til þeirrar niður- stöðu, að ég tel Sálarrannsóknafélag Islands ekki standa undir nafni. Vísindalegar rannsóknir i þessum efnum er flókið mál, sem hlýtur að kosta stórfé, því til slíkra rann- sókna þarf að kveðja menntaða menn í réttum greinum vísindanna. Og jafnvel í höndum slíkra manna er þetta mjög tímafrekt og erfitt rannsóknarefni, sem stafar af því, að hugur sálarrannsóknamanna getur haft hein áhrif á niðurstöður! Ég tel því óviðeigandi, að áhugamannafélög um spiritisma kalli sig sálarrannsóknafélög, eins og þau gera. Sálarrannsóknafélagi Islands hefur allt frá upphafi verið stjórnað af spiritistum, sem hafa helgað sig því að breiða út kenningar spiritismans. Ég tel það enga goðgá,

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.