Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 26

Morgunn - 01.12.1983, Side 26
128 MORGUNN hans segir til um, á hverjum tíma, og við hverja nýja um- breytingu, þar til fullkomnun er náð. öll æðri trúarbrögð kenna að líf sé til að þessu loknu, ekki síst kristin trú, sem segir okkur að líkaminn verði aftur að moldu, en andinn fari til Guðs, sem gaf hann. Frelsarinn sagði líka ,,ég lifi og þér munuð lifa“. Þetta er undirstaðan sem kristin trú byggir trúarkenningu og sið- fræði sína á. Ég held að kristnir spiritistar geri það sann- arlega líka, þótt margir kirkjunnar menn haldi annað. Stendur ekki líka skrifað ,,að vér eigum að leita, knýja á og biðja um“, til þess að öðlast. Spiritisminn er ein leið mannsins í þrotlausri leit manns- andans að sjálfum sér og uppruna sínum. Því álít ég að hann eigi enn fullan rétt á sér, þó ekki væri til neins annars en að veita sorgbitnum og hrjáðum huggun og veikum styrk til að brosa í gegnum tárin. Tré þekkingar og visku ber margar greinar; ein þeirra eru spiritistar eða andahyggjumenn, á öðrum e'ru sálar- rannsóknir, dulsálarfræðin og heimspekin, svo nokkuð sé nefnt — en allar tengjast þær þó stofninum og því aðeins blómgast tréð og ber góðan ávöxt, að vel sé að hlúð. Minnumst að dýpstu sannindi eru óumbreytanleg vitneskja og þekking er skapa visku. Frá fyrstu tíð hafa svokölluð raunvísindi litið þessar greinar heldur hornauga og hrópað á marktækar sann- anir um tilveru Guðs eða annars heims og sambandið við þá, sem farnir eru. En hvað eru sannanir? Hvað eru vísindi? Vísindi: Tíma- bundið ástand þekkingar, sem í tímans rás er alltaf að breytast. Raunvísindin hafa frá upphafi reynt að byggja sér ákveðið hugsanakerfi og lögmál — sem afleiðing af efnislegri reynslu og skynjanahæfileika mannsins eða nán- ar tiltekið, kerfisformi skynjunarinnar. Þ.e.a.s. skynsemi og raunhyggju. En slíku sannanaformi er trauðla hægt að koma við, þegar, eins og Nikulás frá CQsa benti á, „að Guð er handan andstæðnanna og þar sem andstæðurnar —

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.