Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 33

Morgunn - 01.12.1983, Side 33
DRAUMAK OG I.ÍFSAMBÖND 135 Það er einmitt þessi geislan, sem gerir lengra komnum lífverum kleift, að hafa sambönd sín á milli, vitandi vits, þótt fjarlægðir geimsins aðskilji. Því fjarlægðir geimsins munu ekki vera lífgeislanum nein hindrun, að komast milli stjarna og vetrarbrauta. Á andartaki eða minna en það, mun lífgeislinn berast milli hinna fjarlægustu geimsvæða. Öll samskipti hinna lengra komu stjarnbúa munu fara fram á þann hátt, hvort heldur er um að ræða hugsanaskipti (tjáskipti) þeirra á milli eða heimsóknir, þ.e. hamfarir þeirra, milli fjarlægra himinhnatta. Við jarðarbúar erum á einskonar útjaðri vitheims og líf- heims. Við erum enn svo til utanveltu í hinum miklu sam- böndum lífsins i alheimi. Við höfum enn ekki tekið upp sambönd, vitandi vits, við lengra komna íbúa annarra jarð- stjarna í. öðrum sólhverfum. Ekki er þó svo að skilja, að við séum alveg án sambands við líf annara stjarna. Síður en svo. Margvísleg áhrif berast okkur frá lífheimum stjarn- anna. Gallinn er bara sá, að við gerum okkur lítt grein fyrir þessum áhrifum og því síður hvaðan þau eru komin, og þá ekki heldur nema ófullkomlega hvernig unnt er að bæta þessi sambönd. Lífgeislunarsambönd hafa jafnan ver- ið misskilin. D. Draumar «g draumsambönd Draumar eru eitt þeirra fyrirbæra sem flestum eru hug- leikin. Varla mun finnast sá maður, að hann dreymi ekki. Draumar eru mjög ýmiskonar. Sumir virðast rétt eins og þau atvik, sem gerast í daglegu lífi manna, sumir svo rugl- ingslegir, að lítt er hægt að henda reiður á efni þeirra, en aðrir svo skýrir, að flest atvik þeirra verða munuð. Þá eru draumar sem virðast hafa spásagnagildi, eru t.d. táknrænir, koma fram fyrr eða síðar. Enn aðrir eru þannig, að svo virðist sem um raunverulega lifsreynslu sé að ræða. Samkvæmt kenningum Helga Pjeturss stafa draumar af sambandi sofandi manns, draumþega, við vakandi mann,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.