Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 35

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 35
DRAUMAR OG iJfSAMBÖND 137 Draumar virðast oft eiga sér langan aldur, þar til þeir rætast á einhvern þann hátt, er þeir gefa tilefni til. b. Aðrar útidyr Annan draum dreymdi hana fyrir tveim árum: Frænka hennar ung veiktist alvarlega. Hún fékk eitrun í tönn og bólgnaði afar mikið í andliti. Var hún búin að vera svona upp undir viku og leið mjög illa, þegar hér var komið sögu. Þá dreymir konu mína, að hún sé komin heim til Sig- ríðar, systur sinnar, þar sem telpan var. Þykir henni aðrar útgöngudyr með tröppum vera komnar á austurenda húss- ins. (En í raunveruleikanum eru útidyrnar á vesturenda hússins, en engar að austanverðu.) Draumurinn var ekki lengri. En um leið og hún vaknaði vissi hún þegar, fyrir hverju draumurinn mundi vera. Hún hringir því til systur sinnar, og segir henni, að opnast muni leið út úr veikindum telpunnar þennan sama dag. Þetta reyndist líka svo. Því kl. 2 síðdegis komst hún á sjúkrahús, þar sem hún fékk rétta læknismeðferð, og batn- aði henni fljótt þessi meinsemd. c. Tvær.lausar tennur Konu eina dreymdi táknrænan draum fyrir allmörgum árum: Henni þykir Alfreð Gíslason, læknir, vera kominn i heimsókn. Fannst konunni hún vera með tvær tennur iausar og biður hún lækninn að líta upp í sig. Hann gerir það og segir: „Þetta er ekki annað en það, sem þú þarft að losna við. Þær gera þér óþægindi." Draumurinn verð ekki lengri. Nú hagaði svo til í húsi þessarar konu, að á efri hæðinni áttu heima karl og kona, sem voru henni til ákaflega mikils ama og óþæginda, vegna leiðinlegrar og óvinsamlegrar framkomu í hennar garð. Þau voru t.d. alveg hætt að um-

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.