Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 48

Morgunn - 01.12.1983, Page 48
GUÐJÓN PÁLSSON: FJÓRAR SÝNIR GUÐJÓN PÁLSSON, höfundur eftirfarandi frásagna, var fæddur að Arngeirsstööum í Fljótshlíð 2J/. júní 1865. Hann byggði þurrabúð á Stokkseyri, sem nefndist Bakka- gerði, bjó þar í fjöldamörg ár, stundaði sjóróðra á veturna og vegavinnu á sumrin. Hann fluttist síðan til Reykjavikur og var lengi vegavinnuverkstjóri hjá Vegagerö ríkisins. Guðjón sá um veginn frá Reykjavílc austur yfir fjall, nið- ur Karnba. Guðjón Pálsson var mikill trúmaður. Hann var skyggn frá œsku, hafði draumsýnir og dagsýnir. Tvö kver komu út þar, sem hann lýsir reynslu sinni, hið fyrra var „Sjö sýnir“ (Prentsmiðja Jóns Hélgasonar, 1936), en hið síðara nefndist „Ellefu sýnir“, gefið út á kostnað höfundar árið 1949. Guðjón orti mikið af trúarljóðum, sem birtust i Bjarma og Vísi á árunum frá því um 1930 og fram á fimmta ára- tuginn. Tvö hefti með Ijóðum hans voru gefin út. — Guð- jón lést 8. febrúar 1955. Dóttursonur Guðjóns Pálssonar, dr. Einar lngi Siggeirs- son, hefur góðfúslega veitt mér leyfi til að birta eftirfar- andi lýsingar úr kverinu „Ellefu sýnir“. Ég þakka honum jafnframt ofannefndar uyylýsingar um afa hans. Ritstjóri

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.