Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 55

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 55
RITSTJÓRARABB 157 manna og viðhorfum þeirra til dulrænna fyrirbæra. Könn- un þessi vakti almenna athygii og hefur oft verið í hana vitnað. Ritaði Erlendur bók um þessa rannsókn sem hann nefndi „Þessa heims og annars“. 1 framhaldi af þessari könnun var gerð viðtalskönnun á reynslu manna af huglæknum og önnur á reynslu af látnum. Vonandi fáum við síðar meir að heyra eitthvað nánar um þessar rannsóknir hér í Morgni. Þá gerði dr. Erlendur nokkrar rannsóknir og tilraunir með Hafsteini Björnssyni miðii og ritaði um þær fjórar greinar í erlend fræðirit og hefur ein þeirra birst á íslensku. Auk alls þessa hefur dr. Erlendur gert fjölda minni rannsókna og tilrauna og alveg nýverið lokið samningu bókar um indverska kraftaverkamanninn Sathya Sai Baba sem hann hefur haft veruleg kynni af. Vísindaleg starfsemi er ávalt kostnaðarsöm. Greiða þarf laun aðstoðarmanna, úrvinnsla gagna fer oft fram í töivu og það kostar fé auk ýmis annars kostnaðar. Sjóður til rannsókna í dulsálarfrœði var stofnaður fyrir nokkrum árum til að styrkja rannsóknir við Háskólann. Þótt tiltölulega lítið fé hafi borist sjóðnum, hefur það engu að síður verið ómetanleg hjálp. Ritstjórinn vill nú eindregið benda lesendum Morguns á þennan sjóð ef þeir vilja styrkja áframhaldandi rannsóknir. Sjóðurinn tekur með þökkum við smáum gjöfum sem stórum. Þær má leggja inn á gíróreikning sjóðsins nr. 606006 í öllum bönkum, pósthúsum og sparisjóðum. Stjórn sjóðsins skipa þeir dr. Erlendur Haraldsson, dr. Amór Hannibalsson dósent og dr. Þór Jakobsson og veita þeir góðfúslega frekai'i upplýsingar. Hægt er að arfleiða sjóðinn að fé og eignum. Væri ákaf- lega vel þegið ef menn minntust sjóðsins þegar þeir semja erfðaskrár sínar. Dr. Erlendur er nú þegar kunnur um víða veröld fyrir rannsóknir sínar og ættu íslendingar að fagna því að geta notið forystu hans í þessum efnum.

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.