Morgunn - 01.06.1985, Page 6
sönnunargildi þeirra upplýsinga sem fram koma og á grund-
veUi þess hvort líf sé að loknu þessu efnislega sviði.
En félögin geta gert betur í þessum efnum. f gegnum
starfsemi þeirra hafa oft komið fram mjög merkilegar
sannanir, bæði á miðilsfundum og hjá huglœknum sem
eiga erindi til stœrri hóps en þess sem var vitni að þeim.
Þetta er aðeins gert með skráningu og skýrslutöku
miðilsfunda og huglœkna sem síðar er hœgt að vinna úr
og er um leið skráning á starfsemi og sögu sálarrannsókn-
arfélaganna.
En getum við mœtt kröfum ungu kynslóðarinnar sem
gegnum slcólakerfið hefur vanist þvi að spyrja spurninga
og leita sér heimilda i þeim viðfangsefnum sem unnið er
í hverju sinni. Hún vill vita um eðli hinna ýmsu hœfi-
leika miðla, hversvegna sumir en ekki állir hafa þessa hœfi-
leika, og ef líf sé að loknu þessu lífi, hvaða þáttur manns-
ins hafi tilveru á öðrum sviðum og eftir hvaða lögmálum
og í hvaða tilgangi?
Stórt er spurt, og eru félögin í stakk búin að veita slika
frœðslu? Auðvitað geta þau éklá veitt endanleg svör, en
þau œttu að geta hjálpað einstaklingum í leit hans. Félög-
in geta dregið saman þá þekkingu sem fyrir hendi er, bœði
hjá einstaklingum imian félaganna og úr þeim ritum sem
best fjalla um þessi mál. Þau geta haldið námskeið um
ýmsa þœtti er snerta dulræna hœfileika og málið almennt.
Þess má geta í þessu sambandi að stjórn S.R.F.I. hefur
ákveðið að skipuleggja og standa fyrir ýmsum námskeið-
um á nœsta vetri um þessi mál.
Enn lieyrum við þau viðhorf að sálarliyggjan sé kukl og
eignuð hinu illa. Strangtrúarhópur nokkur hér á landi
hefur séð ástæðu til að gefa út bœkling gegn sálarhyggj-
unni (spíritismanum) og prentað hann i þúsundatali ár eftir
ár. Þar er lögð áhersla á að sálarhyggjan sé andstœð krist-
inni trú og því sé hún af hinu illa. Þeir sem nota slika
rökhyggju á sama tima og þeir leggja áherslu á í sinni
trúariðkun að „tala tungum“ ómeðvitað og stjórnlaust eru
4
MORGUNN