Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 59
6. „Líf í alheimi", eftir Kennet W. Gatland, áður yfir-
maður geimrannsókna Breta, og Derik D. Dempster,
M.A. sem meðhöfund, þýdd af Sören Sörensyni, út-
gefandi Norðri. Sennilega uppseld, — fáanleg á söfn-
um.
7. Heilög ritning, Biblían.
8. Ýms rit Emanuels Swedenborg, m. a. ,,Hin nýja
Jerúsaiem og hennar himneska kenning“. — Auk
þess úr öðrum ritum hans eftir atvikum.
9. „Minningar og skoðanir“ — æviminningar Einars
Jónssonar, myndhöggvara.
10. The Mysterious Univers. Hinn dularfulli alheimur
— eftir breska stjörnufræðinginn Sir James Jeans,
óþýdd, útgefin fyrst 1930 en margendurútgefin af
Pelican Books, mín útgáfa frá 1938.
Mun ég nú drepa á atriði úr þessum heimildum, en það
þarf ekki allt að vera í þeirri röð sem þær eru raktar að
ofan, og ræður þar hentugt samhengi mestu. Eg mun samt
'’oyna að geta um hvaðan efnið er tekið í því sem tilgreint
er.
Ýmsar tilvitnanir og frásagnir
7- Viöhorf lífs og dauða.
1 hinni nýju Jerúsalem, segir Emanuel Swedenborg um
Upprisuna: Maðurinn er þannig skapaður að hann getur
ekki dáið, því honum er auðið að trúa á Guð, og einnig að
elska Guð, og þess vegna getur hann sameinast Guði fyrir
trú og kærleika; og að vera sameinaður Guði þýðir að
lifa að eilífu. (223).
Slíkt innra eðli er áskapað hverjum manni, sem í heim-
hin er borinn; hinn ytri búningur er það, sem gerir honum
kleift að framkvæma það, sem tilheyrir trúnni og kær-
leikanum. Hinn innri maður er það, sem kallast andinn,
°g hinn ytri búningur það, sem kallast líkaminn. Hinn
Morgunn
57