Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 39
6. kafli.
MÓNADIÐ OG SÁLIN
Oft hefur verið vitnað til hins varanlega ídveljandi, þess
sem ekki er tortímanlegt, heldur er hluti hinnar eilífu upp-
sprettu lífsins. Á sama hátt og persónuleikanum hefur ver-
ið lýst sem þríþættum, er hugsuðurinn sem nefndur hefur
verið hið ódauðlega sjálf einnig þríþættur. Við vitum tals-
vert um persónuleikann og þríþætta birtingu hans, þ. e.
efnislega, geðræna og lægri hugræna, þar sem þessir þættir
okkar eru augljósir og við getum auðveldlega skynjað
mismuninn á milli þeirra á sama hátt og við skynjum að
þeir eru samtvinnaðir og starfa sem ein heild. En við lend-
um í vissum erfiðleikum þegar við tökumst á við að kanna
hina hærri þrenningu, vegna þess að hún er ekki fullmót-
uð hjá okkur á þessu stigi þróunarinnar.
Mynd IV. í kafla 4. lýsir sviði mögulegrar vitundar
mannsins í þróuninni. Hún sýnir uppruna hans í hinum
hæsta andlega kjarna (Mónadið), og hinn áþreifanlega þátt
þess sem röð persónuleika. Á milli þessara tveggja þátta
er „hin vakandi sál“, en svo er hún nefnd vegna þess að
fyrir tilstilli þeirra lexía og þeirrar auknu getu sem hún
verður sér úti um, i gegnum hina mismunandi persónu-
leika, þróar hún og þekur þá möguleika er með henni búa.
Sálin er sýnd á þessari teikningu sem eðalsteinn með
marga fleti og er þettta táknræn framsetning þar sem það
er í gegnum persónuleikana sem hún framkallar þessa
mörgu fleti.
Rétt er að minna lesandann á að teikning getur einung-
is sýnt okkur eitthvað i tví-vídd og mönnum er hætt við að
álíta að það sé „einmitt svona“ sem þetta er. Lesandinn er
beðinn að líta aftur á skýringarnar (sjá fyrri kafla), sem
gefnar eru um hin samfléttuðu orkusvið. Við erum enn
sem komið er ómeðvituð um hinar hærri og fínni orku-
tíðnir þar sem við störfum i eigin staðbundnum sviðum
morgunn
37