Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 56
ingur. — Það sem er hættulegt er að rígfesta sig í hring
takmarkaðra sjónarmiða í andlegum málum, — og halda
svo að maður hafi fundið hinn endanlega sannleika, — að
leitinni sé þar með lokið og engu frekara við að bæta. —
Hættan er hjá leitandanum sjálfum — ekki í fyrirbærun-
um. Fólk verður að leita með dómgreind, ánetjast ekki
firrum og fávizku, en halda huganum opnum fyrir sann-
leikanum, með barnslegu, saklausu, opnu og sjáandi hug-
arfari og vera ávalt reiðubúið til að skoða hlutina aftur
og aftur, — en þó án tortrygginna, neikvæðra efasemda,
sem loka hinni innri sjón, — af trú.
Þeir sem hafa verið svo gæfusamir að lenda ekki í þoku
veraldarglaumsins, — og hafa heldur ekki látið við það
eitt sitja að láta hina innri tilfinningu bernskunnar nægja
sér, — en hafa gengið staðfastlega og linnulaust til leitar
að hinum innri rökum tilverunnar, sannfæringu sinni og
trú til styrktar, vita, að með slíkri leit er raunverulega
hægt að finna óskasteininn, — sýn til hins dulda, sem vér
þráum og væntum.
Allar opinberanir andlegs sannleika eru í raun dásam-
legar Guðs gjafir, og miðilsfyrirbærin og andlegir hæfi-
leikar miðlanna eru hluti af þessu og hafa, þótt þau verði
ávallt misfullkomin en oft stórkostleg, — hjálpað til að leiða
kynslóðir síðari tíma inn á nýjar bjartari brautir með
nýrri von fyrir komandi kynslóðir. — Fyrir þessar gáfur
að ofan hefir oss, sem sjálfir erum biindir, verið opnuð
sýn inn á æðri lífssvið. Og oss hafa verið opinberaðir slík-
ir ieyndardómar með þessum hætti, að eftir ýtariega
grannskoðun er vart mögulegt annað en segja: „Það er ekki
hægt annað en trúa“, eins og lávarðui'inn Dowding, fiug-
herforingi Breta í orustunni um London, komst að orði.
Að vísu hafa mikilmenni andans, eins og spámenn ald-
anna og meistarar austurlanda, skynjað og greint frá stór-
brotnum veruleika — dýrðinni — handan hinnar miklu hulu,
sem birgir oss dauðlegum mönnum sýn, og sem þeir hafa
séð handan fyrir í vitrunum og opinberunum. Eru ritn-
54
morgunn