Morgunn - 01.06.1985, Síða 14
ur, lýst eiganda hlutarins og þeim liðnu atvikum, sem hlutn-
um eru tengd, og oft með stórfurðulegri nákvæmni. Er þá
venjulega sá, sem hlutinn handleikur, í léttum miðilssvefni
eða hálf-trance sem kallað er. Svipað þessu er það, þegar
spákonur lesa fortíð manna í kristallskúlu, kaffibolla eða
spilum. Þessi hjálpartæki virðast notuð til þess að koma
sjáandanum í það ástand, að honum birtist þessar sýnir
fremur en að hann sjái þetta beinlínis í kristallinum eða
spilunum, enda þótt svo sé venjulega til orða tetkið.
5. Ósjálfráð skrift (Automatic writing) er algengt fyrir-
bæri. Hönd þess, sem þannig skrifar, hreyfist ósjálfrátt og
oft með afarmiklum krafti og hraða, eins og þeir bezt vita,
sem sjálfir hafa reynt eða horft á þessi fyrirbæri. Þannig
skrifa menn oft löng bréf, og jafnvel heilar bækur hafa
verið ritaðar ósjálfrátt. I þessu sambandi er einkennilegt,
að rithöndin breytist oft gjörsamlega og verður furðulega
lík rithönd þess látna mann, er telur sig stjórna hönd rit-
andans hverju sinni. Skylt ósjálfráðri skrift er hið svo-
nefnda ,,andaglas“ og „andaborð“, sem margir kannast við
og ég sé ekki ástæðu til að lýsa sérstaklega.
6. Huglcekningar (Spiritual healing). Ýmsir menn eru
gæddir þeim hæfileika að geta skynjað án venjulegrar að-
stoðar skynfæranna hvað að sjúklingi gengur, hvaða líf-
færi sé sjúkt og hvernig og hvaða orsakir hafi einkum
valdið því, að sjúkdómurinn tók að grafa um sig. Svo snjall-
ir hafa sumir miðlar reynzt í þessum efnum, að læknar,
eftir að hafa gengið úr skugga um þessa hæfileika, hafa
fengið líka miðla sér til aðstoðar við greiningu sjúkdóma.
Aðrir virðast hafa i sér búandi dulrænan mátt til lækninga
bæði líkamlegra meina og ýmissa tegunda geðsjúkdóma
og taugasjúkdóma. Sumir þessara manna telja sig hafa sam-
band við framliðna lækna, sem eftir beiðni þeirra fram-
kvæma lækningar á sjúku fólki. Um þetta hefur allmikið
verið rætt og ritað hér á landi á síðari árum, meðal ann-
ars í sambandi við frú Margréti frá öxnafelli, Ólaf Tryggva-
son á Akureyri o. fl.
12
MORGUNN