Morgunn - 01.06.1985, Qupperneq 16
tisminn í núverandi merkingu þess orðs, er nátengdur þess-
um fyrirbærum og verður ekki skilgreindur án þess að hafa
þau sérstaklega í huga.
Spíritismi er engan veginn nein trúarstefna og spíritistar
fjarri því að vera nokkur sértrúarflokkur. Spíritisminn er
rökstudd tilgáta til skýringar á hinum didrœnu fyrirbœr-
um, eöli þeirra og orsökum, og þeir menn nefndir spíritist-
ar, sem þá tilgátu aðhyllast. Að því leyti gegnir um hann
sama máli og materialismann, sem einnig er rökstudd til-
gáta til skýringar á fyrirbærum efnisheimsins og þeir
nefndir materialistar, sem þá tilgátu telja rétta. Hins veg-
ar eru þessar tvær tilgátur að verulegu ieyti fuilkomnar
andstæður.
Spíritisminn, eins og hver önnur visindaleg tilgáta, er að
sjálfsögðu reistur á löngum og ítarlegum rannsóknum
þeirra fyrirbæra, sem hann á að skýra. Sú rannsókn hófst
fyrir alvöru með stofnun Brezka sálarrannsóknafélagsins
árið 1882 og þeim hefur siðan verið haldið áfram víðsvegar
um hinn menntaða heim. Að þeim hafa unnið margir
heimsfrægir vísindamenn, sem notið hafa óskoraðs traust
og virðingar. I þessu sambandi er rétt og skylt að geta
þess, að rannsóknir dulrænna og sálrænna fyrirbæra hafa
jöfnum höndum verið framkvæmdar bæði af þeim, sem að-
hyllzt hafa skýringar spíritista og öðrum, sem hafa lýst sig
beinlínis andvíga þeim skýringum. Sálarrannsóknir og
spíritismi eru því sitt hvað, enda þótt sumum hætti til að
grauta þessu saman.
Skoðun spíritista á hinum dulrænu fyrirbærum er í
stuttu máli sú, að bæði fyrirbærin sem heild og mörg hin
einstöku þeirra séu þannig, að ekki sé unnt að skýra þau
á annan hátt en þann, að þau stafi frá framliðnum mönn-
um, að persónuleiki mannsins lifi eftir líkamsdauðann og
geti, þegar hagstæð skilyrði eru fyrir hendi, komizt í sam-
band við þá, sem lifa hér á jörð. Þeir aðhyllast þá skoðun
á sambandi sálar og líkama, að líkaminn sé starfstæki sál-
arinnar í þessari jarðartilveru, en þennan líkama yfirgefur
14
MORGUNN