Morgunn - 01.06.1985, Page 17
hún í dauðanum vegna þess, að hann er þá orðinn óstarf-
hæfur af völdum elli, sjúkdóma eða slysa. Spíritistar halda
því fram, og byggja þá skoðun á rannsóknum sálrænna fyr-
irbæra, að líkamsdauðinn hafi ekki í för með sér neina veru-
lega breytingu, að minnsta kosti fyrst í stað, aðra en þá, að
sálin losni við líkamann. Og svo lítil virðist þessi breyting
vera, að margt bendir til þess, að hinn látni, einkum ef
hann deyr snögglega, átti sig ekki á því fyrst í stað, að hann
sé dáinn í raun og veru. Maðurinn virðist flytja með sér
minningar sínar úr jarðiífinu, honum þykir vænt um ást-
vini sína hér á jörð og þráir að ná sambandi við þá.
Rök spíritista fyrir framháldslífi.
Enda þótt þetta viðhoi’f spíritistanna sé í öllum höfuð-
atriðum í samræmi við kjarnann í öllum æðri trúarbrögð-
um veraldar, þá er spíritisminn hvorki trúarbrögð né trú-
arstefna, heldur tilraun til rökstuddrar, vísindalegrar skýr-
ingar á ákveðnum flokki fyrirbæra, byggð á langri og
ítarlegri rannsókn þeirra. Og rök þau, sem spíritistar eink-
um byggja á kenningu sína um framhaldslíf eftir líkams-
dauðann og samband við framliðna eru meðal annars:
1. Meginhluti þeirra fyrirbæra, sem gerast á fundum hjá
hinum beztu og trúverðugustu miðlum, eru þannig, að þau
bera ótvíræðan vott um framhaldslíf og samband við látna
menn, og á þeim hefur til þessa ekki fundizt nein önnur
sennileg eða fullnægjandi skýring. Sama máli gegnir um
ótal margt í persónulegri reynslu fjölda manna um víða
veröld bæði að fornu og nýju.
2. Hin svonefndu víxlskeyti (Cross-correspondance) þar
sem tveir eða þrír menn, sinn í hvoru landi og án þess að
vita neitt hver um annan, skrifa samtímis setningahluta,
sr hver um sig virðist með öllu óskiljanlegur og samhengis-
laus, en falla saman í fullkomna heild, þegar þeir eru born-
h’ saman, eru og sterk sönnun þess, að þar sé hulin vits-
munavera að verki, sem hefur ákveðinn tilgang, og þá
fyrst og fremst þann að sannfæra menn um, að hún sé til.
Mohgunn
15