Morgunn - 01.06.1985, Qupperneq 19
fordómalausan en varfærinn lesanda minn, þessarar spurn-
ingar: Hvaða sannana telur þú nauðsynlegt að krefjast af
mér fyrir því, að ég hafi hitt bróður þinn niðri í bæ í gær-
kvöldi, mann, sem er búsettur austur í öræfum, og þú veizt
alveg upp á hár, að ég hef aldrei séð eða haft neinar
spurnir af?
— Ég hitti bróður þinn niðri í bæ, segi ég.
— Það er ómögulegt, svarar þú. — ,Ég á engan bróður
hér í bænum. Hvað hét hann?
— Hann sagðist heita Sigurjón, svara ég.
— Og hvernig var hann í hátt? spyr þú.
— Meðalmaður á hæð, en nokkuð þrekinn, jarphærður,
lítið eitt lotinn í herðum.
— Já, ég á bróður sem heitir Sigurjón og lýsingin á hon-
um er rétt það sem hún nær. En bæði nafnið og lýsingin
gætu vel átt við einhverja aðra. Sagði hann þér hvar hann
ætti heima?
— Já, austur i öræfum, svara ég.
Þrátt fyrir þetta kannt þú enn að efast um, að ég hafi
hitt bróður þinn og það er eðlilegt og ég virði það full-
komlega við þig. Þú hugsar, að það geti skeð, að ég hafi
með einhverju móti náð í þessar upplýsingar og sé bara að
leika mér að því að blekkja þig.
— lÉg trúi þessu ekki, segir þú. — Sagði hann nokkuð
við þig?
— Já. Hann sagði, að þið hefðuð einu sinni verið að leika
ykkur á hestum heima, þegar þið voruð krakkar, og þú
hefðir dottið af baki af Skjóna og meitt þig í handleggnum.
— Ég man vel eftir þessu, segir þú. — Sagði hann nokk-
uð fleira?
— Hann bað mig fyrir skilaboð til þín, segi ég. — Hann
sagðist ekki vilja, að þú létir myndina af henni mömmu
ykkar sálugu liggja lengur í kommóðuskúffunni.
— Nei, nú gengur alveg fram af mér! Þú hefur ekki að-
eins hitt hann Sigurjón, heldur hefur hann sagt þér það,
sem enginn lifadi maður vissi nema ég. Myndin af mömmu
Morgunn
17