Morgunn


Morgunn - 01.06.1985, Page 20

Morgunn - 01.06.1985, Page 20
datt niður af skápnum fyrir nokkrum dögum og glerið á rammanum brotnaði. 'Ég lét hana þá niður í kommóðu- skúffuna og hef bara ekkert munað eftir henni síðan. Ég hef valið hér að vísu tilbúna, en þó mjög algenga og hversdagslega mynd af því, sem þráfaldlega kemur fram á fundum með sæmilega góðum miðlum. Og í einstökum til- fellum hafa komið fram miklu fleiri og veigameiri atriði til sönnunar kenningum spíritista um framhaldslífið. Það er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að menn fari varlega í það að láta sannfærast af einu dæmi, hvort heldur í eigin reynslu eða stutt af vottfestum frásögnum annarra, jafn- vel þótt hið sterkasta sannanagildi hafi. En þegar slík dæmi skipta þúsundum og þegar samskonar reynsla einstakling- anna endurtekst ár eftir ár og um aldaraðir, þá fer að verða erfitt að neita svo mörgum staðreyndum. Og ég hygg satt að segja, að sannanirnar fyrir framhaldi lífs og sambandi við látna vini séu þegar orðnar svo margar og sterkar, að fyllri sannana krefjumst við yfirleitt ekki á öðrum svið- um fyrir sanngildi hlutanna. Gagnrýni andstœðinga spíritismans. Nú er það hvorki rétt né sanngjarnt, þegar rætt er um skýringar spíritista á dulrænum fyrirbærum að geta ekki einnig að nokkru um þær skýringar, sem andstæðingar spíritismans hafa borið fram. Til eru þeir, sem fuliyrða, að öll þessi fyrirbæri séu tóm vitleysa, hjátrú og blekking og hafi aldrei átt sér stað í raun og veru. Þessar raddir eru þó sífellt að verða færri, enda er slíkt að berja höfðinu við steininn og það er eng- um hollt til lengdar. Aðrir eru þeir, sem að vísu neita þvi ekki, að fyrirbærin gerist, en fullyrða, að þar sé ekki að ræða um samband við framliðna, heldur syndsamleg mök við illa anda, útsendara sjálfs foringja illu andanna til þess að leiða sálirnar í eilifa glötun. Ég vona, að mér fyrirgefist, þó að ég leiði hjá mér að ræða við slíka menn, enda mundi það enga þýðingu hafa, né heldur við hina, sem telja rann- 18 morgunn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.