Morgunn - 01.06.1985, Síða 23
aðeins dýrmæta huggun í harmi og sorg, heldur bjartsýni
og styrk í lífsbaráttunni, aukna lotningu fyrir lífinu og
höfundi þess og vaxandi tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð,
sem lífi okkar og breytni fylgir, vegna þess að okkur skilst
þá betur, að þetta jarðlíf er ekki tilgangslaust fálm frá
myrkri til myrkurs, ekki markmiðslaus hending, heldur
dýrmætt tækifæri, þrep á þroskabrautinni, námsbekkur í
hinum mikla skóla, þar sem okkur er ekki ætlað að svíkjast
frá skyldum og starfi og falla, heldur öðlast undirbúning
æðri reynslu og fylira lífs.
Ég er einnig sannfærður um það, og til þess bendir þegar
fengin reynsla, að framhaldandi rannsóknir á þeim sviðum
sálarlífsins, sem enn sýnast dularfull vegna þess, hve lítt
þau enn eru könnuð, muni einnig hafa stórkostlega þýðingu
í þá átt að auðvelda lækningar ekki aðeins geð- og tauga-
sjúkdóma, heldur og margra annarra meina, og stuðla
þannig bæði beint og óbeint að eflingu heilbrigðra,
lífs.
Ég byrjaði með því að minnast á bílinn minn og ég ætla
að enda með því að segja frá öðrum bíl og litla sögu í sam-
bandi við hann, er vera mætti táknræn um viðhorf spíri-
tismans varðandi framhaldslífið og samband sálar og
líkama.
Eg stóð við stofugluggann heima ásamt konunni minni.
Þá sjáum við allt i einu að bíll kemur eftir götunni og
nemur skyndilega staðar við garðshliðið. Hann hafði raun-
ar ekið mjög gætilega, sveigt úr vegi fyrir öðrum bíl og
flautað á krakka, sem álpazt hafði út á götuna. Nú stóð
hann þarna grafkyrr við hliðið og virtist með öllu dautt á
vélinni og á rúðunum var einhver móða, svo við sáum ekki
bílstjórann í gegnum hana.
— Hvað á nú þeta að þýða? segi ég. — Bíllinn stendur
þarna eins og klettur á miðri götu og enginn bílstjóri sjá-
anlegur. Varla hefur billinn ekið alveg sjálfkrafa og haft
jaí'nframt vit á því að víkja úr vegi og flauta á krakkann?
Konan mín brosir og finnst þetta víst ekki svara vert.
Vokgunn
21